Tuttugu nýjar íbúðir í byggingu á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2024 20:30 Róbert Aron Pálmason, smiður og íbúi á Laugarvatni, sem dásamar staðinn enda mikið byggt á Laugarvatni og margir að flytja þangað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Laugarvatni vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið því það er svo mikil uppbygging á staðnum og mikið af nýjum húsum í byggingum að sjaldan eða aldrei hefur annað eins sést. Róbert Aron Pálmason, verktaki, smiður og íbúi á Laugarvatni er einn af þeim sem er að byggja nokkur hús á Laugarvatni. Hann er ánægður með uppbygginguna á staðnum enda segir hann Laugarvatn vera frábæran stað til að búa á en þorpið er hluti af Bláskógabyggð. „Það eru hérna 20 íbúðir í byggingu núna, sem er bara óvenju gott á mælikvarða lítils þorps. Hérna eru í byggingu raðhúsaíbúðir og það eru lítil fjölbýli í næstu götu, sem góður verktaki er að byggja og svo eru held ég fimm íbúðarhús, sem að einstaklingar eru að byggja,” segir Róbert Aron. En hvaða skýringu á Róbert Aron á þessar miklu uppbyggingu á staðnum? „Hér er náttúrulega dásamlegt að búa og ég held að Covid hafi kennt okkur það svolítið að það þarf ekkert endilega að búa í Reykjavík, maður getur bara búið svolítið fyrir utan borgina. Til dæmis fólk, sem þarf að fara einu sinni til tvisvar í vinnuna í Reykjavík, getur vel setið fyrir framan tölvuna hér frekar en að bíða að komast þangað á rauðu ljósi í Reykjavík.” Róbert Aron segir umhverfið á Laugarvatni vera einstaklega rólegt og gott og margt áhugavert í boði. Þá nefnir hann skólasamfélagið, sem sé frábært, eins og í menntaskólanum og þá sé íþróttalíf og félagsstörf frábær á staðnum. Húsin sem Róbert Aron er meðal annars að byggja á Laugarvatni og eru að fara í sölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með fasteignaverð á Laugarvatni á nýju húsunum, hvernig er það? „Það er bara skammarlega lágt mundi ég segja miðað við gæðin, sem eru því fólgin að búa hérna. Það er spottprís á íbúðunum hér en það verður bara að hafa það. Hér höfum við í rauninni allt til alls. Það er stutt á Selfoss, örstutt að skjótast í bæinn og allt bara dásamlegt,” segir Róbert Aron, alsæll með lífið á Laugarvatni. Bláskógabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Róbert Aron Pálmason, verktaki, smiður og íbúi á Laugarvatni er einn af þeim sem er að byggja nokkur hús á Laugarvatni. Hann er ánægður með uppbygginguna á staðnum enda segir hann Laugarvatn vera frábæran stað til að búa á en þorpið er hluti af Bláskógabyggð. „Það eru hérna 20 íbúðir í byggingu núna, sem er bara óvenju gott á mælikvarða lítils þorps. Hérna eru í byggingu raðhúsaíbúðir og það eru lítil fjölbýli í næstu götu, sem góður verktaki er að byggja og svo eru held ég fimm íbúðarhús, sem að einstaklingar eru að byggja,” segir Róbert Aron. En hvaða skýringu á Róbert Aron á þessar miklu uppbyggingu á staðnum? „Hér er náttúrulega dásamlegt að búa og ég held að Covid hafi kennt okkur það svolítið að það þarf ekkert endilega að búa í Reykjavík, maður getur bara búið svolítið fyrir utan borgina. Til dæmis fólk, sem þarf að fara einu sinni til tvisvar í vinnuna í Reykjavík, getur vel setið fyrir framan tölvuna hér frekar en að bíða að komast þangað á rauðu ljósi í Reykjavík.” Róbert Aron segir umhverfið á Laugarvatni vera einstaklega rólegt og gott og margt áhugavert í boði. Þá nefnir hann skólasamfélagið, sem sé frábært, eins og í menntaskólanum og þá sé íþróttalíf og félagsstörf frábær á staðnum. Húsin sem Róbert Aron er meðal annars að byggja á Laugarvatni og eru að fara í sölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með fasteignaverð á Laugarvatni á nýju húsunum, hvernig er það? „Það er bara skammarlega lágt mundi ég segja miðað við gæðin, sem eru því fólgin að búa hérna. Það er spottprís á íbúðunum hér en það verður bara að hafa það. Hér höfum við í rauninni allt til alls. Það er stutt á Selfoss, örstutt að skjótast í bæinn og allt bara dásamlegt,” segir Róbert Aron, alsæll með lífið á Laugarvatni.
Bláskógabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira