Máli Rashfords lokið og hann gæti spilað gegn Úlfunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 20:01 Marcus Rashford hefur ekki átt gott tímabil. Ryan Jenkinson/Getty Images Það mun kosta Marcus Rashford dágóðan skilding að hafa misst af leik Manchester United gegn Newport County í ensku bikarkeppninni, FA Cup. Talið er að Man United muni sekta leikmanninn um tveggja vikna laun eða tæpar 115 milljónir íslenskra króna. Það er þó talið ólíklegt að það verði gert opinbert þar sem Man United hefur gefið út að málinu sé nú lokið. Hinn 26 ára gamli Rashford skrifaði undir nýjan fimm ára risasamning við Man United síðasta sumar eftir að hafa verið einn albesti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Síðan þá hefur Rashord lítið sem ekkert getað og toppaði hann arfaslakt tímabil með því að vera út á djamminu í Belfast í Norður-Írlandi skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu á föstudaginn. Á endanum mætti hann ekki á æfingu eftir að hafa tilkynnt veikindi. Í kjölfarið var hann ekki í leikmannahóp Man Utd sem lagði Newport County 4-2 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir leik sagði Erik ten Hag, þjálfari Manchester-liðsins, að fjarvera Rashford væri innanbúðarmál sem yrði tekið á innan veggja Man United. Enska götublaðið The Sun greindi frá því að leikmaðurinn yrði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun og þá er óvíst hvenær Ten Hag muni velja hann að nýju. Samuel Luckhurst, blaðamaður staðarblaðsins Manchester Evening News, greindi frá því að Dwayne Maynard – eldri bróðir sem og umboðsmaður Rashford – hefði sést á Carrington-æfingasvæðinu. Í færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, lætur Luckhurst það hljóma eins og Maynard sé þar til að ræða bæði meint veikindi Rashford sem og annað mál. Rashford s brother and agent, Dwaine Maynard, is also at Carrington this morning. #mufc reiterate it s an internal matter . Club acknowledge there is a separate issue to address aside from Rashford s illness.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 29, 2024 Nú hefur Manchester United gefið út yfirlýsingu þar sem segir að málinu sé lokið. Rashford axli ábyrgð á gjörðum sínum og málið sé nú úr sögunni. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að Rashford eigi möguleika á að vera í leikmannahóp liðsins þegar Man United sækir Úlfana heim á fimmtudaginn kemur, 1. febrúar. Erik ten Hag gagnrýndi „menninguna“ hjá félaginu þegar hann tók við sumarið 2022. Hollendingurinn hefur nú þegar sýnt styrk sinn með því að bekkja Cristiano Ronaldo, og senda hann í kjölfarið til Sádi-Arabíu, eftir að Portúgalinn neitaði til að mynda að koma inn á gegn Tottenham Hotspur. Að sama skapi var Jadon Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund eftir að neita að biðjast afsökunar á ummælum sínum í garð þjálfarans. Stóra spurningin er hvort Rashford feti í fótspor þeirra þegar fram líða stundir eða endurtaki leikinn frá því á síðustu leiktíð þegar hann spilaði nær óaðfinnanlega leik eftir leik. Marcus has taken responsibility for his actions. This has been dealt with as an internal disciplinary matter, which is now closed Manchester United have released a statement in response to recent media reports about Marcus Rashford pic.twitter.com/Hd8OHDuAoT— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 Manchester United mætir Bristol City eða Nottingham Forest á útivelli í 5. umferð FA Cup. Er bikarkeppnin eini raunhæfi möguleiki liðsins á verðlaunum á leiktíðinni þar sem það er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu, enska deildarbikarnum og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira
Talið er að Man United muni sekta leikmanninn um tveggja vikna laun eða tæpar 115 milljónir íslenskra króna. Það er þó talið ólíklegt að það verði gert opinbert þar sem Man United hefur gefið út að málinu sé nú lokið. Hinn 26 ára gamli Rashford skrifaði undir nýjan fimm ára risasamning við Man United síðasta sumar eftir að hafa verið einn albesti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Síðan þá hefur Rashord lítið sem ekkert getað og toppaði hann arfaslakt tímabil með því að vera út á djamminu í Belfast í Norður-Írlandi skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu á föstudaginn. Á endanum mætti hann ekki á æfingu eftir að hafa tilkynnt veikindi. Í kjölfarið var hann ekki í leikmannahóp Man Utd sem lagði Newport County 4-2 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir leik sagði Erik ten Hag, þjálfari Manchester-liðsins, að fjarvera Rashford væri innanbúðarmál sem yrði tekið á innan veggja Man United. Enska götublaðið The Sun greindi frá því að leikmaðurinn yrði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun og þá er óvíst hvenær Ten Hag muni velja hann að nýju. Samuel Luckhurst, blaðamaður staðarblaðsins Manchester Evening News, greindi frá því að Dwayne Maynard – eldri bróðir sem og umboðsmaður Rashford – hefði sést á Carrington-æfingasvæðinu. Í færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, lætur Luckhurst það hljóma eins og Maynard sé þar til að ræða bæði meint veikindi Rashford sem og annað mál. Rashford s brother and agent, Dwaine Maynard, is also at Carrington this morning. #mufc reiterate it s an internal matter . Club acknowledge there is a separate issue to address aside from Rashford s illness.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 29, 2024 Nú hefur Manchester United gefið út yfirlýsingu þar sem segir að málinu sé lokið. Rashford axli ábyrgð á gjörðum sínum og málið sé nú úr sögunni. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að Rashford eigi möguleika á að vera í leikmannahóp liðsins þegar Man United sækir Úlfana heim á fimmtudaginn kemur, 1. febrúar. Erik ten Hag gagnrýndi „menninguna“ hjá félaginu þegar hann tók við sumarið 2022. Hollendingurinn hefur nú þegar sýnt styrk sinn með því að bekkja Cristiano Ronaldo, og senda hann í kjölfarið til Sádi-Arabíu, eftir að Portúgalinn neitaði til að mynda að koma inn á gegn Tottenham Hotspur. Að sama skapi var Jadon Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund eftir að neita að biðjast afsökunar á ummælum sínum í garð þjálfarans. Stóra spurningin er hvort Rashford feti í fótspor þeirra þegar fram líða stundir eða endurtaki leikinn frá því á síðustu leiktíð þegar hann spilaði nær óaðfinnanlega leik eftir leik. Marcus has taken responsibility for his actions. This has been dealt with as an internal disciplinary matter, which is now closed Manchester United have released a statement in response to recent media reports about Marcus Rashford pic.twitter.com/Hd8OHDuAoT— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 Manchester United mætir Bristol City eða Nottingham Forest á útivelli í 5. umferð FA Cup. Er bikarkeppnin eini raunhæfi möguleiki liðsins á verðlaunum á leiktíðinni þar sem það er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu, enska deildarbikarnum og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira