Häcken í átta liða úrslit og Chelsea vann stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 19:40 Chelsea vann stórsigur er liðið tryggði sér sigur í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Franco Arland/Getty Images Sænska félagið Häcken tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann 1-0 útisigur gegn Real Madrid í D-riðli í kvöld. Á sama tíma vann Chelsea 4-0 stórsigur gegn Paris FC á útivelli. Chelsea hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og Real Madrid átti ekki möguleika að komast ofar en fjórða og neðsta sæti riðilsins. Það voru því aðeins Häcken og Paris FC sem höfðu að einhverju að keppa. Ljóst var að Häcken þurfti sigur gegn Real Madrid til að gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það var Rasul Kafaji Rosa sem tryggði liðinu sigur með marki á 63. mínútu. Niðurstaðan því 1-0 sigur Häcken og liðið þar með á leið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á kostnað Paris FC sem situr eftir með sárt ennið. HACKEN TAKE THE LEAD!! 💥Rusul Kafaji finishes the move with a bullet header. 😮💨Watch the UWCL LIVE for FREE on DAZN 👉 https://t.co/XeMu5oLS64#NewDealforWomensFootball #UWCLonDAZN pic.twitter.com/TxazBiyPnY— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2024 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Paris FC mátti liðið þola 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea. Fran Kirby kom gestunum yfir strax á tíundu mínútu áður en Mia Fishel tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum fyrir hálfleikshléið. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá Jelena Cankovic. Norsku landsliðskonurnar Guro Reiten og Maren Mjelde bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea endar því á toppi D-riðils með 14 stig, þremur stigum meira en Häcken sem hafnaði í öðru sæti. Paris FC nældi í sjö stig og endar í þriðja sæti, en Real Madrid rekur lestina með aðeins eitt stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Chelsea hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og Real Madrid átti ekki möguleika að komast ofar en fjórða og neðsta sæti riðilsins. Það voru því aðeins Häcken og Paris FC sem höfðu að einhverju að keppa. Ljóst var að Häcken þurfti sigur gegn Real Madrid til að gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það var Rasul Kafaji Rosa sem tryggði liðinu sigur með marki á 63. mínútu. Niðurstaðan því 1-0 sigur Häcken og liðið þar með á leið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á kostnað Paris FC sem situr eftir með sárt ennið. HACKEN TAKE THE LEAD!! 💥Rusul Kafaji finishes the move with a bullet header. 😮💨Watch the UWCL LIVE for FREE on DAZN 👉 https://t.co/XeMu5oLS64#NewDealforWomensFootball #UWCLonDAZN pic.twitter.com/TxazBiyPnY— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2024 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Paris FC mátti liðið þola 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea. Fran Kirby kom gestunum yfir strax á tíundu mínútu áður en Mia Fishel tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum fyrir hálfleikshléið. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá Jelena Cankovic. Norsku landsliðskonurnar Guro Reiten og Maren Mjelde bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea endar því á toppi D-riðils með 14 stig, þremur stigum meira en Häcken sem hafnaði í öðru sæti. Paris FC nældi í sjö stig og endar í þriðja sæti, en Real Madrid rekur lestina með aðeins eitt stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira