Malí og Suður-Afríka tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 22:54 Evidence Makgopa skoraði fyrra mark Suður-Afríku í kvöld. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Malí og Suður-Afríka tryggðu sér í kvöld sæi í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta. Suður-Afríka lagði Marokkó 2-0 og Malí vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Marokkómenn byrjuðu betur gegn Suður-Afríku og Abde Ezzalzouli hélt að hann hefði komið liðinu yfir á 33. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Evidence Makgopa kom Suður-Afríkumönnum svo yfir með marki á 57. mínútu. Marokkó fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar um fimm mínútu voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu. Achraf Hakimi fór á punktinn en setti boltann í slána og Suður-Afríka því enn með forystuna fyrir lokamínútur leiksins. Sofian Amrabat bætti svo gráu ofan á svart fyrir Marokkó þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á annarri mínútu uppbótartíma. Suður-Afríkumennirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Teboho Mokoena tryggði liðinu 2-0 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Suður-Afríka er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Grænhöfðaeyjum. #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/yuZ6ogEYNh— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 29, 2024 Þá tryggði Malí sér einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld er liðið vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Liðið komst yfir strax á þriðju mínútu þegar Edmond Tapsoba varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Lassine Sinayoko tvöfaldaði forystu Malí snemma í síðari hálfleik. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, minnkaði muninn fyrir Búrkína Fasó á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að jafna og niðurstaðan varð 2-1 sigur Malí. Malí fylgir þar með Suður-Afríku í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Fílabeinsströndinni. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Marokkómenn byrjuðu betur gegn Suður-Afríku og Abde Ezzalzouli hélt að hann hefði komið liðinu yfir á 33. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Evidence Makgopa kom Suður-Afríkumönnum svo yfir með marki á 57. mínútu. Marokkó fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar um fimm mínútu voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu. Achraf Hakimi fór á punktinn en setti boltann í slána og Suður-Afríka því enn með forystuna fyrir lokamínútur leiksins. Sofian Amrabat bætti svo gráu ofan á svart fyrir Marokkó þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á annarri mínútu uppbótartíma. Suður-Afríkumennirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Teboho Mokoena tryggði liðinu 2-0 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Suður-Afríka er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Grænhöfðaeyjum. #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/yuZ6ogEYNh— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 29, 2024 Þá tryggði Malí sér einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld er liðið vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Liðið komst yfir strax á þriðju mínútu þegar Edmond Tapsoba varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Lassine Sinayoko tvöfaldaði forystu Malí snemma í síðari hálfleik. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, minnkaði muninn fyrir Búrkína Fasó á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að jafna og niðurstaðan varð 2-1 sigur Malí. Malí fylgir þar með Suður-Afríku í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Fílabeinsströndinni.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira