Sá sem talað var um í klefa Man. Utd: „Eins og að mig sé að dreyma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 07:31 Kobbie Mainoo var vel fagnað eftir að hann skoraði glæsilegt sigurmark Manchester United í gærkvöld. Getty/James Gill Rasmus Höjlund segir það hafa verið mál manna í búningsklefa Manchester United síðasta sumar að í hópnum væri einstakt hæfileikabúnt, Kobbie Mainoo. Sá síðarnefndi átti í gær kvöld sem var draumi líkast. Mainoo tryggði United ótrúlegan 4-3 sigur gegn Wolves á útivelli í gærkvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í leiknum tókst Wolves að jafna metin með tveimur mörkum seint í leiknum, og það seinna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þó reyndist enn tími fyrir Mainoo til að skora afar laglegt sigurmark. Mainoo hafði áður skorað í bikarsigri á Newport County á sunnudaginn en þetta var fyrsta deildarmark þessa 18 ára miðjumanns fyrir United, sem hefur spilað átta deildarleiki í vetur. „Draumur að rætast“ „Þetta er draumur að rætast. Það er svo erfitt að koma hingað, þeim hefur vegnað vel á heimavelli, en við urðum að vinna. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Það er eins og að mig sé að dreyma, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Mainoo við TNT Sports eftir sigurinn. „Það að byrja að spila í úrvalsdeildinni, fyrir félagið mitt, er stórkostlegt. Núna reyni ég bara að ná fleiri svona leikjum í röð, vinna fleiri leiki og koma okkur á almennilegt skrið,“ sagði Mainoo. Rasmus Hojlund reveals: "All the lads were speaking about Kobbie Mainoo in the summer when I first joined"."All of them in the dressing room were always saying that he's a generational talent". pic.twitter.com/B7a1cDGzgJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sagði öllum hafa verið ljóst hve mikið byggi í Mainoo. „Það voru allir strákarnir að tala um Kobbie Mainoo síðasta sumar, þegar ég kom hingað fyrst. Allir í búningsklefanum voru að tala um að hann væri hæfileikabúnt næstu kynslóðar,“ sagði Höjlund. Fyrirliðinn Bruno Fernandes hrósaði miðjumanninum: „Hann er mjög hæfileikaríkur. Ég hef sagt það áður, þegar hann spilaði með U18-liðinu fyrir 2-3 árum þá sagði ég vini mínum sem vildi sjá leiki liðsins frá Kobbie. Án þess þó að vita að hann yrði alveg þessi leikmaður.“ Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Sjá meira
Mainoo tryggði United ótrúlegan 4-3 sigur gegn Wolves á útivelli í gærkvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í leiknum tókst Wolves að jafna metin með tveimur mörkum seint í leiknum, og það seinna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þó reyndist enn tími fyrir Mainoo til að skora afar laglegt sigurmark. Mainoo hafði áður skorað í bikarsigri á Newport County á sunnudaginn en þetta var fyrsta deildarmark þessa 18 ára miðjumanns fyrir United, sem hefur spilað átta deildarleiki í vetur. „Draumur að rætast“ „Þetta er draumur að rætast. Það er svo erfitt að koma hingað, þeim hefur vegnað vel á heimavelli, en við urðum að vinna. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Það er eins og að mig sé að dreyma, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Mainoo við TNT Sports eftir sigurinn. „Það að byrja að spila í úrvalsdeildinni, fyrir félagið mitt, er stórkostlegt. Núna reyni ég bara að ná fleiri svona leikjum í röð, vinna fleiri leiki og koma okkur á almennilegt skrið,“ sagði Mainoo. Rasmus Hojlund reveals: "All the lads were speaking about Kobbie Mainoo in the summer when I first joined"."All of them in the dressing room were always saying that he's a generational talent". pic.twitter.com/B7a1cDGzgJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sagði öllum hafa verið ljóst hve mikið byggi í Mainoo. „Það voru allir strákarnir að tala um Kobbie Mainoo síðasta sumar, þegar ég kom hingað fyrst. Allir í búningsklefanum voru að tala um að hann væri hæfileikabúnt næstu kynslóðar,“ sagði Höjlund. Fyrirliðinn Bruno Fernandes hrósaði miðjumanninum: „Hann er mjög hæfileikaríkur. Ég hef sagt það áður, þegar hann spilaði með U18-liðinu fyrir 2-3 árum þá sagði ég vini mínum sem vildi sjá leiki liðsins frá Kobbie. Án þess þó að vita að hann yrði alveg þessi leikmaður.“
Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Sjá meira