Málið sem skekið hefur Skeifuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2024 10:46 Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Diego Skeifuköttur á ólöglegu flandri í versluninni og Hermann Valsson, aðdáandi Diegos. Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga. Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“ Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“
Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42