Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2024 06:57 Reykur stígur til himins í kjölfar loftárása Ísraelsmanna á Gasa. AP/Ariel Schalit Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. Um milljón manns dvelja nú í borginni, í suðurhluta Gasa, en hundruð þúsunda hafa flúið þangað annars staðar frá undan aðgerðum Ísraelsmanna. Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að herinn myndi hefja sókn að Rafah á næstunni en erfitt er að sjá hvert fólk á að flýja þaðan, þar sem það á ekki möguleika á því að fara yfir landamærin að Ísrael eða Egyptalandi. Samkvæmt OCHA létust ellefu í árás á íbúðahús nærri An Najjar-sjúkrahúsinu í austurhluta Rafah snemma á laugardag. Þá létust níu til viðbótar í tveimur aðskildum árásum, þar af eitt barn. Ísraelar beina nú sjónum sínum að Rafah en það er erfitt að sjá hvert íbúar ættu að flýja þaðan.AP/Ariel Schalit AFP hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, að alls hafi 128 látist í árásum á Rafah um helgina. Samkvæmt Guardian er fólk enn að flýja til Rafah frá Khan Younis, þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna, enda orðið fátt um staði á Gasa þar sem íbúar geta leitað skjóls. Al Jazeera greinir frá því að Ísraelar hafi staðið í aðgerðum víða á Vesturbakkanum, þar sem að minnsta kosti ellefu hafi verið handteknir. Komið hafi til átaka milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna í borginni Tulkarem og í al-Ain flóttamannabúðunum í Nablus. Samkvæmt OCHA hafa 372 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum frá 7. október síðastliðnum, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Sádi Arabíu en hann mun einnig heimsækja Ísrael, Egyptaland og Katar til að freista þess að þrýsta á um vopnahlé. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Um milljón manns dvelja nú í borginni, í suðurhluta Gasa, en hundruð þúsunda hafa flúið þangað annars staðar frá undan aðgerðum Ísraelsmanna. Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að herinn myndi hefja sókn að Rafah á næstunni en erfitt er að sjá hvert fólk á að flýja þaðan, þar sem það á ekki möguleika á því að fara yfir landamærin að Ísrael eða Egyptalandi. Samkvæmt OCHA létust ellefu í árás á íbúðahús nærri An Najjar-sjúkrahúsinu í austurhluta Rafah snemma á laugardag. Þá létust níu til viðbótar í tveimur aðskildum árásum, þar af eitt barn. Ísraelar beina nú sjónum sínum að Rafah en það er erfitt að sjá hvert íbúar ættu að flýja þaðan.AP/Ariel Schalit AFP hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, að alls hafi 128 látist í árásum á Rafah um helgina. Samkvæmt Guardian er fólk enn að flýja til Rafah frá Khan Younis, þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna, enda orðið fátt um staði á Gasa þar sem íbúar geta leitað skjóls. Al Jazeera greinir frá því að Ísraelar hafi staðið í aðgerðum víða á Vesturbakkanum, þar sem að minnsta kosti ellefu hafi verið handteknir. Komið hafi til átaka milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna í borginni Tulkarem og í al-Ain flóttamannabúðunum í Nablus. Samkvæmt OCHA hafa 372 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum frá 7. október síðastliðnum, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Sádi Arabíu en hann mun einnig heimsækja Ísrael, Egyptaland og Katar til að freista þess að þrýsta á um vopnahlé.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira