Messi líður betur en lofar engu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 07:31 Lionel Messi þurfti að svara fyrir það á blaðamannafundi af hverju hann spilaði ekki í leiknum í Hong Kong. Getty/Stephen Law Lionel Messi og Inter Miami sigla nú mikinn ólgusjó eftir að Messi spilaði ekki í æfingaleik liðsins í Hong Kong um helgina. Fólk sem keypti rándýra miða á leikinn var allt annað en sátt með að missa af möguleikanum á því að sjá Messi spila. Hann sat allan tímann á bekknum ásamt fleiri stjörnum liðsins. Fjörutíu þúsund manns höfðu keypt miða á leikinn og bauluðu á Messi og David Beckham er þau komust að því að Messi yrði ekkert með. Íþróttamálaráðherra Hong Kong gagnrýndi líka að Messi hafi ekkert komið við sögu og hótaði að draga til baka hluta af styrkjunum sem skipuleggjendur leiksins fengu vegna komu bandaríska félagsins. Inter er nú komið til Japan þar sem liðið spilar við Vissel Kobe í vikunni. Messi mætti á blaðamannafund fyrir leikinn. ESPN segir frá. „Ég veit ekki hvort ég geti spilað en mér líður betur og ég vil endilega spila þennan leik,“ sagði Lionel Messi. Hann meiddist í leik í Sádi Arabíu og er að glíma við tognun aftan í læri. „Ég missti af síðasta leik í Hong Kong vegna óþæginda í vöðva. Mig langaði virkilega að spila af því að það komu svo margir til að horfa á leikinn en svona er þetta stundum,“ sagði Messi. „Það var leiðinlegt að ég gat ekki spilað leikinn en það getur alltaf gerst. Ég vil alltaf spila og sérstaklega í þessum leikjum sem við ferðumst svo langt fyrir. Ég vona að við getum farið aftur til Hong Kong og spilað þar leik,“ sagði Messi. Leo Messi: "I missed the last match in Hong Kong due to muscle discomfort. I really wanted to play because many people came, but this is part of the game.."The pre season tour is coming to an end and I would like to play the last match in Japan before returning. My condition pic.twitter.com/d63EIZT6mh— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 6, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Fólk sem keypti rándýra miða á leikinn var allt annað en sátt með að missa af möguleikanum á því að sjá Messi spila. Hann sat allan tímann á bekknum ásamt fleiri stjörnum liðsins. Fjörutíu þúsund manns höfðu keypt miða á leikinn og bauluðu á Messi og David Beckham er þau komust að því að Messi yrði ekkert með. Íþróttamálaráðherra Hong Kong gagnrýndi líka að Messi hafi ekkert komið við sögu og hótaði að draga til baka hluta af styrkjunum sem skipuleggjendur leiksins fengu vegna komu bandaríska félagsins. Inter er nú komið til Japan þar sem liðið spilar við Vissel Kobe í vikunni. Messi mætti á blaðamannafund fyrir leikinn. ESPN segir frá. „Ég veit ekki hvort ég geti spilað en mér líður betur og ég vil endilega spila þennan leik,“ sagði Lionel Messi. Hann meiddist í leik í Sádi Arabíu og er að glíma við tognun aftan í læri. „Ég missti af síðasta leik í Hong Kong vegna óþæginda í vöðva. Mig langaði virkilega að spila af því að það komu svo margir til að horfa á leikinn en svona er þetta stundum,“ sagði Messi. „Það var leiðinlegt að ég gat ekki spilað leikinn en það getur alltaf gerst. Ég vil alltaf spila og sérstaklega í þessum leikjum sem við ferðumst svo langt fyrir. Ég vona að við getum farið aftur til Hong Kong og spilað þar leik,“ sagði Messi. Leo Messi: "I missed the last match in Hong Kong due to muscle discomfort. I really wanted to play because many people came, but this is part of the game.."The pre season tour is coming to an end and I would like to play the last match in Japan before returning. My condition pic.twitter.com/d63EIZT6mh— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 6, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira