Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Askur Hrafn Hannesson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar