Við viljum þau heim - strax! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 9. febrúar 2024 17:00 Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun