„Þurftum að fara varlega með Trent“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 23:15 Jurgen Klopp fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann hafi þurft að fara varlega með Trent Alexander-Arnold sem fór af velli í hálfleik í sigri Liverpool gegn Burnley í dag. Hann segir mörg lið vera í baráttunni um titilinn. Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira