Alonso tjáði sig um Mercedes orðróma: „Staða mín er góð“ Aron Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2024 15:00 Gæti Fernando Alonso fært sig yfir til Mercedes eftir komandi tímabil í Formúlu 1? Ayman Yaqoob/Getty Images Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og núverandi ökumaður Aston Martin, segist ekki hafa átt samtöl við forráðamenn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tímabili afloknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari. Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira