Liðsrúta Real Madrid lenti í árekstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 10:00 Real Madrid liðið þurfti að ferðast óvenju langa leið vegna verkfalla í Þýskalandi. Getty/Marcos del Mazo Real Madrid liðið er komið til Þýskalands þar sem spænska liðið spilar fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Ferðalagið gekk þó ekki alveg slysalaust fyrir sig. Liðsrúta Real Madrid, sem stórstjörnum liðsins, lenti nefnilegi í óhappi á leið sinni til Leipzig þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Rútan lenti þar í árekstri við hvítan Toyota á A4 hraðbrautinni á milli borganna Eichelborn og Hora. Þýska blaðið Bild segir frá óhappinu og að rútan hafi haldið leið sinni áfram eftir stutt stopp þar sem menn fullvissuðu sig um að rútan væri ökuhæf og allir ómeiddir í henni. Collision entre une Toyota et le bus du Real Madrid alors qu'il se rendait à Leipzig pour leur match de Ligue des Champions. Selon MARCA, le conducteur de la Toyota filmait le bus et s'est distrait, ce qui a causé l'accident pic.twitter.com/6lUDZ3KGdw— Rond Central (@rondcentrall) February 12, 2024 Svo var og hélt því leið Real Madrid áfram. Toyota bíllinn var aftur á móti talsvert skemmdur. Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að slysið hafi orðið vegna þess að aðdáandi var að mynda rútuna með símanum en missti fyrir vikið stjórn á bílnum sínum. Ferðalagið var aðeins flóknara en það hefði þurft að vera. Spænska liðið þurfti að lenda í Erfurt og keyra þaðan 160 kílómetra leið á áfangastað. Ástæðan voru verkföll á flugvellinum í Leipzig. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá síðari fer fram 6. mars næstkomandi. Leikur RB Leipzig og Real Madrid fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins byrjar á klukkan 19.25 á sömu stöð en sjálfur leikurinn byrjar klukkan 20.00. Le bus du Real Madrid a fait un accident de la routehttps://t.co/fK97rZGtld— Foot Mercato (@footmercato) February 12, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Liðsrúta Real Madrid, sem stórstjörnum liðsins, lenti nefnilegi í óhappi á leið sinni til Leipzig þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Rútan lenti þar í árekstri við hvítan Toyota á A4 hraðbrautinni á milli borganna Eichelborn og Hora. Þýska blaðið Bild segir frá óhappinu og að rútan hafi haldið leið sinni áfram eftir stutt stopp þar sem menn fullvissuðu sig um að rútan væri ökuhæf og allir ómeiddir í henni. Collision entre une Toyota et le bus du Real Madrid alors qu'il se rendait à Leipzig pour leur match de Ligue des Champions. Selon MARCA, le conducteur de la Toyota filmait le bus et s'est distrait, ce qui a causé l'accident pic.twitter.com/6lUDZ3KGdw— Rond Central (@rondcentrall) February 12, 2024 Svo var og hélt því leið Real Madrid áfram. Toyota bíllinn var aftur á móti talsvert skemmdur. Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að slysið hafi orðið vegna þess að aðdáandi var að mynda rútuna með símanum en missti fyrir vikið stjórn á bílnum sínum. Ferðalagið var aðeins flóknara en það hefði þurft að vera. Spænska liðið þurfti að lenda í Erfurt og keyra þaðan 160 kílómetra leið á áfangastað. Ástæðan voru verkföll á flugvellinum í Leipzig. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá síðari fer fram 6. mars næstkomandi. Leikur RB Leipzig og Real Madrid fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins byrjar á klukkan 19.25 á sömu stöð en sjálfur leikurinn byrjar klukkan 20.00. Le bus du Real Madrid a fait un accident de la routehttps://t.co/fK97rZGtld— Foot Mercato (@footmercato) February 12, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira