Vorið ekki komið þó snjórinn fari og hitinn hækki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 18:56 Snjóþekjan sem víða hefur legið yfir gæti verið á undanhaldi. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir vorið ekki á næsta leyti, þó rauðar hitatölur séu farnar að sjást á kortum Veðurstofunnar fyrir helgina. Hins vegar megi eiga von á því að snjór á láglendi fari að hopa. „Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“ Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
„Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“
Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13