Umræða um ofgreiningu á ADHD og einhverfu Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 15:00 Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma hvað varðar sérfræði þekkingu, aðgengi að fræðslu og upplýsinga og tæki til greininga. Við erum betur í stakk búin sem samfélag að grípa fyrr inn í en áður og aðstoða þau börn sem þurfa á greiningu að halda. En í þessari umræðu er ekki bara talað um greiningar á börnum Heldur eru líka margir að velta vöngum sínum yfir þessum fjölda greininga sem eiga sér nú stað hjá fullorðnum einstaklingum og á það bæði við ADHD og einhverfu greiningar. Meira að segja hefur heyrst talað um greiningar sem tískubylgju. Aftur gleymist að hafa í huga þær breytingar sem hafa átt sér stað, og í því samhengi þarf að hafa í huga að hér á árum áður var ekki mikið aðgengi að greiningu fyrir fullorðna. Þegar að meiri þekking og aukið aðgengi verður fyrir almenning að fræðslu um ADHD og einhverfu þá er það óhjákvæmilegt að sá hópur sem féll undir radarinn á sínum tíma fari að sjá hluti í nýju ljósi og vilja í kjölfarið fá greiningu þegar hún er í boði. Því greining er þegar upp er staðið sjálfsþekkingar tól sem getur breytt lífi fólks. Greining veitir fólki ekki bara möguleikann á að fá lyf í sumum tilfellum heldur fær fólk tækifæri á að skilja sjálft sig og margt í lífinu sínu betur. Að fá rétta greiningu getur líka ýtt undir það að fólk sem þarf á að halda fái viðunandi stuðning og skilning frá sínu nærumhverfi. Við verðum að vera meðvituð um þá staðreynd að ADHD og einhverfa er alls ekki eins hjá öllum Margir lenda í mörgum hindrunum á lífsleiðinni og án greiningar verða þær hindranir miklu alvarlegri, það er ekki mín skoðun heldur staðreynd sem hefur verið rannsökuð. Það er líka vitað að þeir einstaklingar sem fara í gegnum lífið án greiningu sem viðkomandi þyrfti á að halda og þar af leiðandi minni skilnings frá umhverfinu og minni skilning á sér sjálfum eru mun líklegra til að lenda í kulnun og heilsubrestum almennt. Það má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að fá rétta greiningu því það að fá hana ekki getur verið háalvarlegt. Í verstu tilfellum endar það í dauða, því það að ganga í gegnum lífið án þess að skilja sig og án þess að upplifa að aðrir skilji sig getur haft afleiðingar eins og lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, fíknihegðun, sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvíg. Setningin “það eru allir nú dags með greiningu” Viðhorfið sem við sem samfélag þyrftum að temja okkur er að hugsa að það sé frábært að fólk sem þurfi á því að halda fái loksins rétta greiningu og vonandi í kjölfarið viðeigandi stuðning og skilning. Við eigum að fagna því tækifæri sem rétt greining getur gefið fólki og hætta að ofhugsa þetta orð greining. Þetta er ekki einhver stimpill heldur mætti frekar hugsa þetta sem ákveðin leiðarvísi að sjálfinu. Þegar fólk fær greiningu er það enn sama manneskjan og það var fyrir en er nú með fleiri verkfæri í höndunum til að vinna í sjálfum sér og öðlast möguleika á betri lífsgæðum fyrir vikið. Mikilvægara er að skoða vel hvað það er sem veldur því að svo margir einstaklingar með ADHD og eða einhverfir einstaklingar fari í svo alvarlega kulnun Hvernig getum við sem samfélag spornað gegn því? Þegar fullorðnir aðilar leitast eftir greiningu er algengt að viðkomandi sé komin með heilsubresti annað hvort andlega, líkamlega eða bæði, á leið í kulnun eða komnir í kulnun. Það getur ekki talist eðlilegt ástand í velferðar samfélagi. Það er ítrekað talað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem þýðir að manneskja sem á þarf að halda fái sem allra fyrst þann stuðning sem hún þarf, nám, starf eða úrræði við hæfi. Nú hefur líka oft verið háværar umræður um hversu löng bið er eftir réttri greiningu og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það sem er tekið saman í greiningarferli er bæði æska viðkomandi og fullorðins ár þegar greining fer fram hjá eldri einstaklingum. Til að fá greiningu þá þurfa að hafa verið hamlandi einkenni frá unga aldri. Greining fer fram af fagfólki sem fer ítarlega yfir sögu og einkenni viðkomandi. Yfirleitt eru nær aðstandendur sem hafa þekkt viðkomandi lengi fengnir til að fylla út gátlista og svara spurningum um þann aðila sem er í greiningarferli. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði ADHD Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma hvað varðar sérfræði þekkingu, aðgengi að fræðslu og upplýsinga og tæki til greininga. Við erum betur í stakk búin sem samfélag að grípa fyrr inn í en áður og aðstoða þau börn sem þurfa á greiningu að halda. En í þessari umræðu er ekki bara talað um greiningar á börnum Heldur eru líka margir að velta vöngum sínum yfir þessum fjölda greininga sem eiga sér nú stað hjá fullorðnum einstaklingum og á það bæði við ADHD og einhverfu greiningar. Meira að segja hefur heyrst talað um greiningar sem tískubylgju. Aftur gleymist að hafa í huga þær breytingar sem hafa átt sér stað, og í því samhengi þarf að hafa í huga að hér á árum áður var ekki mikið aðgengi að greiningu fyrir fullorðna. Þegar að meiri þekking og aukið aðgengi verður fyrir almenning að fræðslu um ADHD og einhverfu þá er það óhjákvæmilegt að sá hópur sem féll undir radarinn á sínum tíma fari að sjá hluti í nýju ljósi og vilja í kjölfarið fá greiningu þegar hún er í boði. Því greining er þegar upp er staðið sjálfsþekkingar tól sem getur breytt lífi fólks. Greining veitir fólki ekki bara möguleikann á að fá lyf í sumum tilfellum heldur fær fólk tækifæri á að skilja sjálft sig og margt í lífinu sínu betur. Að fá rétta greiningu getur líka ýtt undir það að fólk sem þarf á að halda fái viðunandi stuðning og skilning frá sínu nærumhverfi. Við verðum að vera meðvituð um þá staðreynd að ADHD og einhverfa er alls ekki eins hjá öllum Margir lenda í mörgum hindrunum á lífsleiðinni og án greiningar verða þær hindranir miklu alvarlegri, það er ekki mín skoðun heldur staðreynd sem hefur verið rannsökuð. Það er líka vitað að þeir einstaklingar sem fara í gegnum lífið án greiningu sem viðkomandi þyrfti á að halda og þar af leiðandi minni skilnings frá umhverfinu og minni skilning á sér sjálfum eru mun líklegra til að lenda í kulnun og heilsubrestum almennt. Það má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að fá rétta greiningu því það að fá hana ekki getur verið háalvarlegt. Í verstu tilfellum endar það í dauða, því það að ganga í gegnum lífið án þess að skilja sig og án þess að upplifa að aðrir skilji sig getur haft afleiðingar eins og lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, fíknihegðun, sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvíg. Setningin “það eru allir nú dags með greiningu” Viðhorfið sem við sem samfélag þyrftum að temja okkur er að hugsa að það sé frábært að fólk sem þurfi á því að halda fái loksins rétta greiningu og vonandi í kjölfarið viðeigandi stuðning og skilning. Við eigum að fagna því tækifæri sem rétt greining getur gefið fólki og hætta að ofhugsa þetta orð greining. Þetta er ekki einhver stimpill heldur mætti frekar hugsa þetta sem ákveðin leiðarvísi að sjálfinu. Þegar fólk fær greiningu er það enn sama manneskjan og það var fyrir en er nú með fleiri verkfæri í höndunum til að vinna í sjálfum sér og öðlast möguleika á betri lífsgæðum fyrir vikið. Mikilvægara er að skoða vel hvað það er sem veldur því að svo margir einstaklingar með ADHD og eða einhverfir einstaklingar fari í svo alvarlega kulnun Hvernig getum við sem samfélag spornað gegn því? Þegar fullorðnir aðilar leitast eftir greiningu er algengt að viðkomandi sé komin með heilsubresti annað hvort andlega, líkamlega eða bæði, á leið í kulnun eða komnir í kulnun. Það getur ekki talist eðlilegt ástand í velferðar samfélagi. Það er ítrekað talað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem þýðir að manneskja sem á þarf að halda fái sem allra fyrst þann stuðning sem hún þarf, nám, starf eða úrræði við hæfi. Nú hefur líka oft verið háværar umræður um hversu löng bið er eftir réttri greiningu og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það sem er tekið saman í greiningarferli er bæði æska viðkomandi og fullorðins ár þegar greining fer fram hjá eldri einstaklingum. Til að fá greiningu þá þurfa að hafa verið hamlandi einkenni frá unga aldri. Greining fer fram af fagfólki sem fer ítarlega yfir sögu og einkenni viðkomandi. Yfirleitt eru nær aðstandendur sem hafa þekkt viðkomandi lengi fengnir til að fylla út gátlista og svara spurningum um þann aðila sem er í greiningarferli. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun