Clattenburg kominn í áhugavert starf hjá Nottingham Forest Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 14:32 Mark Clattenburg dæmdi marga stórleiki á sínum tíma. Vísir/Getty Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var í stúkunni í leik Nottingham Forest gegn West Ham í gær og sat þar við hlið eiganda Forest. Clattenburg er orðinn starfsmaður Forest og hlutverk hans er nokkuð áhugavert. Mark Clattenburg var í nokkur ár talinn einn besti dómari í heimi en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004-2017. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Madrídarliðanna Real og Atletico árið 2016 og úrslitaleik EM í Frakklandi sama ár. Síðustu ár hefur Clattenburg meðal annars starfað í Kína og Egyptalandi þar sem hann hefur sinnt ráðgjafastörfum. Þá hefur hann starfað í sjónvarpsþættinum Gladiators á BBC og skrifað pistla um dómgæslu í Daily Mail. Býst við að Clattenburg geti gefið góðar útskýringar Nú er Clattenburg hins vegar kominn á launaskrá hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Þar mun hann starfa sem nokkurs konar ráðgjafi í dómaramálum. Forest hafa fengið nokkra vafasama dóma gegn sér á tímabilinu og hafa ráðið Clattenburg til að bæta skilning þeirra á ákvörðunum. „Við búumst við að einhver með jafn mikla reynslu og hann geti gefið okkur góða útskýringu á því sem gerist. Allir í herberginu er að spyrja og ég spyr sjálfan mig: Af hverju?,“ sagði Nuno Esposito Santos knattspyrnustjóri Forest um aðkomu Clattenburg hjá Forest. „Með VAR og allt svo augljóst, þá býst ég við að Mark gefi mér útskýringu og segi: Þetta er það sem gerðist.“ Bar atvikið saman við vítið sem Jota fékk Í leik Nottingham Forest og Newcastle ákvað dómarinn Anthony Taylor ekki að dæma víti á markvörð Newcastle Martin Dubravka sem felldi Taiwo Awoniyi og VAR sendi Taylor ekki í skjáinn. Clattenburg bar atvikið saman við það þegar Diogo Jota framherji Liverpool fékk víti fyrr í vetur þegar margir töldu að ekki hefði átt að dæma. „Awoniyi hafði meira til síns máls en Jota. Dubravka lyfti hægri hönd sinni og gerði honum ómögulegt að standa í fæturnar. Samt fékk Forest ekkert,“ sagði Clattenburg um það atvik. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif koma Clattenburg hefur hjá Nottingham Forest en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Mark Clattenburg var í nokkur ár talinn einn besti dómari í heimi en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004-2017. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Madrídarliðanna Real og Atletico árið 2016 og úrslitaleik EM í Frakklandi sama ár. Síðustu ár hefur Clattenburg meðal annars starfað í Kína og Egyptalandi þar sem hann hefur sinnt ráðgjafastörfum. Þá hefur hann starfað í sjónvarpsþættinum Gladiators á BBC og skrifað pistla um dómgæslu í Daily Mail. Býst við að Clattenburg geti gefið góðar útskýringar Nú er Clattenburg hins vegar kominn á launaskrá hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Þar mun hann starfa sem nokkurs konar ráðgjafi í dómaramálum. Forest hafa fengið nokkra vafasama dóma gegn sér á tímabilinu og hafa ráðið Clattenburg til að bæta skilning þeirra á ákvörðunum. „Við búumst við að einhver með jafn mikla reynslu og hann geti gefið okkur góða útskýringu á því sem gerist. Allir í herberginu er að spyrja og ég spyr sjálfan mig: Af hverju?,“ sagði Nuno Esposito Santos knattspyrnustjóri Forest um aðkomu Clattenburg hjá Forest. „Með VAR og allt svo augljóst, þá býst ég við að Mark gefi mér útskýringu og segi: Þetta er það sem gerðist.“ Bar atvikið saman við vítið sem Jota fékk Í leik Nottingham Forest og Newcastle ákvað dómarinn Anthony Taylor ekki að dæma víti á markvörð Newcastle Martin Dubravka sem felldi Taiwo Awoniyi og VAR sendi Taylor ekki í skjáinn. Clattenburg bar atvikið saman við það þegar Diogo Jota framherji Liverpool fékk víti fyrr í vetur þegar margir töldu að ekki hefði átt að dæma. „Awoniyi hafði meira til síns máls en Jota. Dubravka lyfti hægri hönd sinni og gerði honum ómögulegt að standa í fæturnar. Samt fékk Forest ekkert,“ sagði Clattenburg um það atvik. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif koma Clattenburg hefur hjá Nottingham Forest en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn