„Get bara sjálfum mér um kennt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2024 11:00 Það er væntanlega mjög erfitt að segja nei þegar að kallið kemur frá liði eins og Arsenal. Rúnar Alex stökk á tækifærið að ganga til liðs við félagið og þrátt fyrir lítinn spilatíma er um að ræða ákvörðun sem hann sér ekki eftir að hafa tekið. Vísir/Getty Þrátt fyrir fá tækifæri sér íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, ekki eftir þeirri ákvörðun sinni á sínum tíma að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“ Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“
Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira