Læknar mótmæla fjölgun lækna þrátt fyrir læknaskort Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:47 Læknar mótmæla harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um að stuðla að fjölgun í stéttinni. Getty/NurPhoto/Chris Jung Aðgerðum hefur verið frestar og sjúkrahús hafa neyðst til að vísa sjúklingum annað eftir að 6.500 unglæknar sögðu upp störfum á heilbrigðisstofnunum í Suður-Kóreu. Af þeim mættu 1.600 ekki til vinnu í gær. Um er að ræða mótmæli læknanna gegn fyrirætlunum stjórnvalda um að fjölga læknanemum úr 3.000 í 5.000. Um það bil 90 prósent heilbrigðiskerfisins í Suður-Kóreu er einkarekið en þjónustan er niðurgreidd af sjúkratryggingum. Læknarnir óttast að með fjölgun í stéttinni aukist samkeppnin. Gríðarstór vandi blasir hins vegar við en hlutfall lækna á íbúa er 2,5 á móti þúsund. Verulegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og innan ákveðinna sérgreina, á borð við barna- og fæðingalækningar, sem gefa ekki jafn mikið í aðra hönd samanborið við til dæmis húð- og lýtalækningar. Læknar í Suður-Kóreu eru afar vel launaðir og tekjur lækna óvíða hærri. Meðalaun sérfræðilæknis á opinberu sjúkrahúsi er um það bil 200 þúsund dalir á ári, sem er langt umfram meðallaun í landinu. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að fjölga læknum og hafa skipað unglæknunum að mæta aftur til starfa. Saka þeir læknana um að halda lífi og heilsu sjúklinga í gíslingu. Forsetinn, Yoon Suk-yeol, segir krabbameinsaðgerðum meðal annars hafa verið frestað vegna mótmælanna. Yfirvöld hafa hótað því að höfða mál gegn læknunum og þá hafa þau einnig vald til að svipta þá lækningaleyfinu fyrir að grafa undan heilbrigðiskerfinu. Forsetinn segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni en að óbreyttu muni skorta 15.000 lækna árið 2035. Stefna stjórnvalda nýtur stuðnings um 80 prósent þjóðarinnar en sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir hvernig fer. Forsetinn sé ákveðinn í að koma breytingunum í gegn en hið einkarekna heilbrigðiskerfi sé afar viðkvæmt fyrir verkfallsaðgerðum. Suður-Kórea Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Um er að ræða mótmæli læknanna gegn fyrirætlunum stjórnvalda um að fjölga læknanemum úr 3.000 í 5.000. Um það bil 90 prósent heilbrigðiskerfisins í Suður-Kóreu er einkarekið en þjónustan er niðurgreidd af sjúkratryggingum. Læknarnir óttast að með fjölgun í stéttinni aukist samkeppnin. Gríðarstór vandi blasir hins vegar við en hlutfall lækna á íbúa er 2,5 á móti þúsund. Verulegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og innan ákveðinna sérgreina, á borð við barna- og fæðingalækningar, sem gefa ekki jafn mikið í aðra hönd samanborið við til dæmis húð- og lýtalækningar. Læknar í Suður-Kóreu eru afar vel launaðir og tekjur lækna óvíða hærri. Meðalaun sérfræðilæknis á opinberu sjúkrahúsi er um það bil 200 þúsund dalir á ári, sem er langt umfram meðallaun í landinu. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að fjölga læknum og hafa skipað unglæknunum að mæta aftur til starfa. Saka þeir læknana um að halda lífi og heilsu sjúklinga í gíslingu. Forsetinn, Yoon Suk-yeol, segir krabbameinsaðgerðum meðal annars hafa verið frestað vegna mótmælanna. Yfirvöld hafa hótað því að höfða mál gegn læknunum og þá hafa þau einnig vald til að svipta þá lækningaleyfinu fyrir að grafa undan heilbrigðiskerfinu. Forsetinn segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni en að óbreyttu muni skorta 15.000 lækna árið 2035. Stefna stjórnvalda nýtur stuðnings um 80 prósent þjóðarinnar en sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir hvernig fer. Forsetinn sé ákveðinn í að koma breytingunum í gegn en hið einkarekna heilbrigðiskerfi sé afar viðkvæmt fyrir verkfallsaðgerðum.
Suður-Kórea Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira