Í sviðsljósinu í kvöld: Sá fyrsti á öldinni hjá Internazionale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:31 Lautaro Martinez hefur raðað inn mörkum með Internazionale á þessu tímabili. Getty/Matteo Ciambelli Internazionale hefur verið að gera frábæra hluti í ítalska fótboltanum og það er ekki síst að þakka argentínska framherjanum Lautaro Martínez sem hefur farið á kostum á þessu tímabili. Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn