Þjóðlendan Örfirisey Jón Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 15:00 Nýlega hafa komið fram kröfulýsingar íslenska ríkisins um þjóðlendur í eyjar og sker við Ísland. Mikilvægt er að hafa í huga að kröfurnar eru settar fram af fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Óbyggðanefnd fær kröfurnar til meðferðar sem hlutlaus úrskurðarnefnd og fjallar um þjóðlendukröfur ríkisins og kröfulýsingar um eignarrétt á tilteknu svæði. Nefndin heyrir undir forsætisráðuneytið. Óbyggðanefnd hefur á síðastliðnum 20 árum fjallað um öll svæði á meginlandi Íslands á grunni laga um þjóðlendur o.fl. nr. 58/1998 (ÞLL). Kröfulýsingar ríksins hafa alla jafnan fengið gagnrýni, en reyndin sú að þeim hefur oft verið hafnað að miklu leyti af Óbyggðanefnd. Greinarhöfundur telur reyndar að framkvæmd löggjafarinnar hafi hvílt á ósanngjörnu sönnunarmati í garð landeigenda og ekki að öllu leyti á réttu mati á jarðaskipulagi þjóðveldisaldar og eignarréttarlegri þróun frá þeim tíma. Það er þó ekki umfjöllunarefnið hér. Svæðisskipting landsins í 11 svæði og staðbundin mótmæli í hvert skipti þegar ríkið setur fram kröfulýsingar, hefur leitt til þess að aldrei hefur skapast nægt pólitískt bakland til að endurskoða lögin og tryggja sanngjarnara sönnunarmat. Skyldi það verða nú? Með breytingarlögum nr. 34/2020 við ÞLL var m.a. kveðið á um að Óbyggðanefnd ætti að taka sérstaklega fyrir möguleg þjóðlendusvæði utan meginlands Íslands. Svæðið sem tekið er fyrir var lýst sem landsvæði utan strandlengju meginlandsins. Ákvörðun Óbyggðanefndar fylgdi jafnframt kort af Íslandi í kvarðanum 1:2.500.000, þar sem strandlengjan var afmörkuð. Þetta er 12. svæðið sem Óbyggðanefnd tekur fyrir. Í kynningu á kröfulýsingu ríkisins kemur fram að beitt sé útilokunaraðferð, þ.e. kröfur ríkisins nái til allra eyja og skerja sem ekki eru felldar sérstaklega undan kröfulýsingu ríkisins. Kröfur ná þannig til fjölda eyja og skerja sem hafa haft óumdeilda eignarréttarlega stöðu um aldir. Vafalaust verður þjóðlendukröfum hafnað í mörgum tilvikum. Forsendur ríkisins fyrir kröfugerð eru að litlu leyti eignarréttarlegar heimildir, heldur sóknarlýsingar frá 19. öld og jafnvel árbækur Ferðafélags Íslands. Í raun hefur lítil sem engin greining á landamerkjagögnum farið fram. Hugmynd ríkisins er að eigendur eyja og skerja verði látnir standa frammi fyrir erfiðu sönnunarmati sem oltið gæti á tilviljunum um hvort eldri heimildir en landamerkjabréf frá 19. öld finnast, með svipuðum hætti og átt hefur við um afréttarlönd. Sérstakt tilefni greinaskrifa þessara er þó sú aðstaða að meðal nafngreindra eyja og skerja sem kröfur ríkisins ná til, eru fjölmörg svæði sem nú eru landföst og hluti af meginlandi Íslands. Það er engin lagaheimild fyrir íslenska ríkið að lýsa kröfum í slík svæði. Þá verður Óbyggðanefnd jafnframt óheimilt að fjalla um þann þátt kröfulýsinga ríkins. Kynning Óbyggðanefndar á kröfulýsingu ríkisins og kröfulýsing ríkins gerir hins vegar enga skýra fyrivara um þetta. Með lögum nr. 34/2020 var Óbyggðanefnd falið að taka fyrir þjóðlendumál á eyjum og skerjum utan meginlands Íslands. Meginland Íslands eru þær jarðir og land sem nær að hafi, ásamt netlögum þeirra fasteigna, þ.e. 115 metrar út frá stórstraumsfjöruborði. Ef sker liggur innan 115 metra þá liggja netlög 115 metra þar utan og svo koll af kolli ef næstu sker liggja utar, en þó innan 115 metra. Þá er óumdeild lagaregla að landauki fylgir þeirri fasteign sem hann er út fyrir. Framburður, landris og mannvirki hafa stækkað Ísland. Fjöldi fornra eyja og skerja eru nú hluti meginlandsins þótt þau beri heiti eyja og skerja. Kröfulýsing ríkisins nær til að mynda til Örfiriseyjar (áður Efferisey) sem er landföst og hluti af vesturbæ Reykjavíkur. Þar hefur lengi staðið olíubirgðarstöð. Einnig eyja og skerja sem byggðin á Höfn í Hornafirði stendur á og eru fyrir löngu landföst. Þá má nefna eyjar við Búlandsnes við Djúpavog. Hafnarhólma við Borgarfjörð eystri og Þórðarhöfða í Skagafirði sem aldrei hafa verið eyjur, heldur tengdar landi. Umfjöllun um þjóðlendukröfur utan meginlands Íslands verður varla gerð án þess að litið verði á landa- og sjókort. Kröfulýsing ríkins verður að hvíla á lagaheimild og gæta ber að rannsóknarreglu áður en kröfulýsing er sett fram. Lágmarkskrafa er að kröfulýsing nái ekki til svæða sem eru hluti meginlands Íslands og lögin heimila ekki málsmeðferð um. Eðlilegt er að íslenska ríkið afturkalli öll slík svæði í kröfuýsingu sinni og fari frekar yfir málið. Viðbrögðin hafa hins vegar þau að vekja upp einhvers konar stjórnsýsluágreining milli fjármálaráðuneytisins og Óbyggðanefndar. Það er með öllu óásættanlegt að umfjöllun um þjóðlendur á eyjum og skerjum hefjist á þeim grunni að á reiki verði hvar afmörkun málsmeðferðarsvæðis Óbyggðanefndar er miðað við netlög meginlands Íslands og kröfulýsing íslenska ríkisins vísi til ótilgreindra svæða og tilgreindra eyja og skerja, sem liggja nú að landi. Óeðlilegt er velta því á landeigendur að bregðast við þessum óskýrleika stjórnvalda og mun að óbreyttu stofna til mikils fjölda kröfulýsinga strandjarða og kostnaðar ríkisjóðs. Yfirflæði mála mun jafnframt koma niður á vandaðri málsmeðferð þeirra tiltölulega fáu eyja og skerja þar sem álitamál um eignarréttarlega stöðu eru raunhæf. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa komið fram kröfulýsingar íslenska ríkisins um þjóðlendur í eyjar og sker við Ísland. Mikilvægt er að hafa í huga að kröfurnar eru settar fram af fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Óbyggðanefnd fær kröfurnar til meðferðar sem hlutlaus úrskurðarnefnd og fjallar um þjóðlendukröfur ríkisins og kröfulýsingar um eignarrétt á tilteknu svæði. Nefndin heyrir undir forsætisráðuneytið. Óbyggðanefnd hefur á síðastliðnum 20 árum fjallað um öll svæði á meginlandi Íslands á grunni laga um þjóðlendur o.fl. nr. 58/1998 (ÞLL). Kröfulýsingar ríksins hafa alla jafnan fengið gagnrýni, en reyndin sú að þeim hefur oft verið hafnað að miklu leyti af Óbyggðanefnd. Greinarhöfundur telur reyndar að framkvæmd löggjafarinnar hafi hvílt á ósanngjörnu sönnunarmati í garð landeigenda og ekki að öllu leyti á réttu mati á jarðaskipulagi þjóðveldisaldar og eignarréttarlegri þróun frá þeim tíma. Það er þó ekki umfjöllunarefnið hér. Svæðisskipting landsins í 11 svæði og staðbundin mótmæli í hvert skipti þegar ríkið setur fram kröfulýsingar, hefur leitt til þess að aldrei hefur skapast nægt pólitískt bakland til að endurskoða lögin og tryggja sanngjarnara sönnunarmat. Skyldi það verða nú? Með breytingarlögum nr. 34/2020 við ÞLL var m.a. kveðið á um að Óbyggðanefnd ætti að taka sérstaklega fyrir möguleg þjóðlendusvæði utan meginlands Íslands. Svæðið sem tekið er fyrir var lýst sem landsvæði utan strandlengju meginlandsins. Ákvörðun Óbyggðanefndar fylgdi jafnframt kort af Íslandi í kvarðanum 1:2.500.000, þar sem strandlengjan var afmörkuð. Þetta er 12. svæðið sem Óbyggðanefnd tekur fyrir. Í kynningu á kröfulýsingu ríkisins kemur fram að beitt sé útilokunaraðferð, þ.e. kröfur ríkisins nái til allra eyja og skerja sem ekki eru felldar sérstaklega undan kröfulýsingu ríkisins. Kröfur ná þannig til fjölda eyja og skerja sem hafa haft óumdeilda eignarréttarlega stöðu um aldir. Vafalaust verður þjóðlendukröfum hafnað í mörgum tilvikum. Forsendur ríkisins fyrir kröfugerð eru að litlu leyti eignarréttarlegar heimildir, heldur sóknarlýsingar frá 19. öld og jafnvel árbækur Ferðafélags Íslands. Í raun hefur lítil sem engin greining á landamerkjagögnum farið fram. Hugmynd ríkisins er að eigendur eyja og skerja verði látnir standa frammi fyrir erfiðu sönnunarmati sem oltið gæti á tilviljunum um hvort eldri heimildir en landamerkjabréf frá 19. öld finnast, með svipuðum hætti og átt hefur við um afréttarlönd. Sérstakt tilefni greinaskrifa þessara er þó sú aðstaða að meðal nafngreindra eyja og skerja sem kröfur ríkisins ná til, eru fjölmörg svæði sem nú eru landföst og hluti af meginlandi Íslands. Það er engin lagaheimild fyrir íslenska ríkið að lýsa kröfum í slík svæði. Þá verður Óbyggðanefnd jafnframt óheimilt að fjalla um þann þátt kröfulýsinga ríkins. Kynning Óbyggðanefndar á kröfulýsingu ríkisins og kröfulýsing ríkins gerir hins vegar enga skýra fyrivara um þetta. Með lögum nr. 34/2020 var Óbyggðanefnd falið að taka fyrir þjóðlendumál á eyjum og skerjum utan meginlands Íslands. Meginland Íslands eru þær jarðir og land sem nær að hafi, ásamt netlögum þeirra fasteigna, þ.e. 115 metrar út frá stórstraumsfjöruborði. Ef sker liggur innan 115 metra þá liggja netlög 115 metra þar utan og svo koll af kolli ef næstu sker liggja utar, en þó innan 115 metra. Þá er óumdeild lagaregla að landauki fylgir þeirri fasteign sem hann er út fyrir. Framburður, landris og mannvirki hafa stækkað Ísland. Fjöldi fornra eyja og skerja eru nú hluti meginlandsins þótt þau beri heiti eyja og skerja. Kröfulýsing ríkisins nær til að mynda til Örfiriseyjar (áður Efferisey) sem er landföst og hluti af vesturbæ Reykjavíkur. Þar hefur lengi staðið olíubirgðarstöð. Einnig eyja og skerja sem byggðin á Höfn í Hornafirði stendur á og eru fyrir löngu landföst. Þá má nefna eyjar við Búlandsnes við Djúpavog. Hafnarhólma við Borgarfjörð eystri og Þórðarhöfða í Skagafirði sem aldrei hafa verið eyjur, heldur tengdar landi. Umfjöllun um þjóðlendukröfur utan meginlands Íslands verður varla gerð án þess að litið verði á landa- og sjókort. Kröfulýsing ríkins verður að hvíla á lagaheimild og gæta ber að rannsóknarreglu áður en kröfulýsing er sett fram. Lágmarkskrafa er að kröfulýsing nái ekki til svæða sem eru hluti meginlands Íslands og lögin heimila ekki málsmeðferð um. Eðlilegt er að íslenska ríkið afturkalli öll slík svæði í kröfuýsingu sinni og fari frekar yfir málið. Viðbrögðin hafa hins vegar þau að vekja upp einhvers konar stjórnsýsluágreining milli fjármálaráðuneytisins og Óbyggðanefndar. Það er með öllu óásættanlegt að umfjöllun um þjóðlendur á eyjum og skerjum hefjist á þeim grunni að á reiki verði hvar afmörkun málsmeðferðarsvæðis Óbyggðanefndar er miðað við netlög meginlands Íslands og kröfulýsing íslenska ríkisins vísi til ótilgreindra svæða og tilgreindra eyja og skerja, sem liggja nú að landi. Óeðlilegt er velta því á landeigendur að bregðast við þessum óskýrleika stjórnvalda og mun að óbreyttu stofna til mikils fjölda kröfulýsinga strandjarða og kostnaðar ríkisjóðs. Yfirflæði mála mun jafnframt koma niður á vandaðri málsmeðferð þeirra tiltölulega fáu eyja og skerja þar sem álitamál um eignarréttarlega stöðu eru raunhæf. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar