Toto vill allt upp á borðið tengt rannsókn á Horner Aron Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing Mynd/Getty Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, segir rannsókn á ásökunum á hendur Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, um meinta óviðeigandi hegðun í garð kvenkyns starfsmanns liðsins, vera mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni. Vill hann fá allt upp á borðið tengt rannsókninni. Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaðamannafundi liðsstjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið. Red Bull Racing hefur ráðið óháðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á ásökunum á hendur Horner sem hefur neitað sök í málinu og var Horner mættur á brautarstæðið í Barein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram. „Ef rétt er staðið að þessari rannsókn verður gagnsæið að vera algjört. Við verðum að taka fyrir niðurstöður rannsóknarinnar og skoða hvaða áhrif þær hafa á Formúlu 1 mótaröðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lærdóm í framhaldinu,“ sagði Toto á blaðamannafundi í gær. Fólk vilji frekar tala um það sem íþróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rannsóknin miðar nú að. „Formúla 1 og liðin sem skipa mótaröðina standa fyrir inngildingu, jafnræði, sanngirni og fjölbreytileika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“ Hann líkt og aðrir tengdir Formúlu 1 mótaröðinni hafi heyrt orðróma í tengslum við ásakanirnar á hendur Horner á undanförnum vikum. „Þetta er ekki bara mál Red Bull Racing. Þetta er mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni.“ Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaðamannafundi liðsstjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið. Red Bull Racing hefur ráðið óháðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á ásökunum á hendur Horner sem hefur neitað sök í málinu og var Horner mættur á brautarstæðið í Barein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram. „Ef rétt er staðið að þessari rannsókn verður gagnsæið að vera algjört. Við verðum að taka fyrir niðurstöður rannsóknarinnar og skoða hvaða áhrif þær hafa á Formúlu 1 mótaröðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lærdóm í framhaldinu,“ sagði Toto á blaðamannafundi í gær. Fólk vilji frekar tala um það sem íþróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rannsóknin miðar nú að. „Formúla 1 og liðin sem skipa mótaröðina standa fyrir inngildingu, jafnræði, sanngirni og fjölbreytileika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“ Hann líkt og aðrir tengdir Formúlu 1 mótaröðinni hafi heyrt orðróma í tengslum við ásakanirnar á hendur Horner á undanförnum vikum. „Þetta er ekki bara mál Red Bull Racing. Þetta er mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni.“
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira