Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 09:00 Nýr heimavöllur Vestra mun heita Kerecisvöllurinn, samkvæmt nýjum samningi, og á honum verður spilað í Bestu deild karla í vor, þegar snjórinn fer. Vestri Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira