Segir Martin gera alla aðra leikmenn betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 16:01 Craig Pedersen ræðir við Martin Hermannsson á æfingu íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, talar vel um Martin Hermannsson fyrir leik Íslands og Ungverjalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Craig segir Martin alltaf að verða betri og betri. Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira