Skoðun

Ekki frysta!

Matthías Tryggvi Haraldsson skrifar

Tölfræði frá Gaza er þyngri en tárum tekur þessa dagana, tölfræði um veruleika sem við getum ekki ímyndað okkur.

Mitt í krísunni berast þær alvarlegu fregnir að örfáir einstaklingar sem störfuðu fyrir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna séu hugsanlega meðsekir í hrottalegri árás á Ísrael 7. október s.l.

Þeir hafa verið látnir taka pokann sinn og óháð rannsókn á málinu sett af stað – eðlilega.

Á sama tíma starfa tugþúsindir af heilum hug til að sporna gegn verstu mannúðarkrísu sem sögur fara af í seinni tíð. Þetta fólk vinnur ómissandi starf og það er heimsbyggðarinnar að styðja við það.

Einmitt þegar þörfin reynist mest ákveður Ísland að frysta fjárframlög til flóttamannaaðstoðarinnar. Þar með tökum við þátt í að frysta samvisku heimsins gagnvart Palestínu, frysta alþjóðlegu mannúðaraðstoðina sem hefur verið líflína allt frá hrakningunum 1948.

Nú biðla ég til ríkisstjórnarinnar – ekki frysta!

Á meðan dómstóllinn í Haag ræðir í fúlustu alvöru hvort Ísrael fremji þjóðarmorð, á meðan mörghundruð þúsund borgarar eru í bráðri hættu í Rafah, á meðan mannúðarsamtök og alþjóðlegar stofnanir lýsa „ólýsanlegri“ eyðileggingu – ekki frysta!

Höfundur er pabbi í Smáíbúðahverfinu.




Skoðun

Skoðun

Er veganismi á undan­haldi?

Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar

Skoðun

Snið­ganga fyrir Palestínu

Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Sjá meira


×