Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2024 19:13 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. Meint samráð átti sér stað á árunum 2008 til 2013 og fólst meðal annars í sér að fyrirtækin skiptust á viðkvæmum upplýsingum og hækkuðu verð gagnvart viðskiptavinum til muna, án þess að eiga í hættu á að missa þá úr viðskiptum. Reyndu að hafa áhrif á rannsóknina Þá eru forsvarsmenn fyrirtækjanna sagðir hafa reynt að spilla fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins með því að segja ósatt í skýrslutökum, til dæmis þegar þáverandi forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, lýsti hatri sínu á þáverandi forstjóra Samskipa, Ásbirni Gíslasyni, þrátt fyrir að þeir hafi verið saman í vinahóp og farið nokkrum sinnum saman í golf- og veiðiferðir á umræddu tímabili. Eimskip var sektað um 1,5 milljarð og Samskip um 4,2 milljarða vegna brotanna. Milljarðarnir sextíu og tveir sem félögin eru talin hafa valdið í samfélagslegu tjóni skiptast svona niður. 26 milljarðar í hækkandi verði á innfluttri vöru til neytenda, sautján milljarðar í auknum útgjöldum lántaka verðtryggðra lána og þrettán milljarðar í auknum gjöldum á útflytjendur. Sex milljarðar voru í kostnaðarauka viðskiptavina í landflutningum og flutningsmiðlun. Skífurit af því hvernig ráðgjafafyrirtækið Analytica metur tjónið af völdum meints samráðs.Vísir/Hjalti Ótrúlegar tölur Formaður Neytendasamtakanna segist vart trúa þessum tölum, svo stórar eru þær. „Þetta hefur ótrúlega víðtæk áhrif í samfélaginu, bæði bein áhrif og óbein áhrif. Þessar upphæðir, 62 milljarðar, þetta er bara óheyrt,“ segir Breki. Hann segir samtökin vera farin að skoða hvort hægt sé að sækja bætur fyrir neytendur. Til er fordæmi um það frá því í samráðsmáli olíufélaganna frá árinu 2004. „Við ætlum að setjast yfir þessa skýrslu og skoða hana með okkar lögfræðingum. Taka svo ákvörðun um hvernig við ætlum að halda málinu áfram. Málið er ekki búið, það mun halda áfram,“ segir Breki. Klippa: 62 milljarða tjón Spyr hvernig fyrirtækin ætli að bæta tjónið Hann vill sjá breytingar. „Mig langar að beina þeirri spurningu til stjórnenda þessara fyrirtækja, hvernig ætlið þið að bæta tjón samfélagsins sem þið hafið valdið? Og ég vil beina því einnig til stjórnvalda, hvað ætlið þið að gera til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig?“ segir Breki. Neytendur Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Meint samráð átti sér stað á árunum 2008 til 2013 og fólst meðal annars í sér að fyrirtækin skiptust á viðkvæmum upplýsingum og hækkuðu verð gagnvart viðskiptavinum til muna, án þess að eiga í hættu á að missa þá úr viðskiptum. Reyndu að hafa áhrif á rannsóknina Þá eru forsvarsmenn fyrirtækjanna sagðir hafa reynt að spilla fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins með því að segja ósatt í skýrslutökum, til dæmis þegar þáverandi forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, lýsti hatri sínu á þáverandi forstjóra Samskipa, Ásbirni Gíslasyni, þrátt fyrir að þeir hafi verið saman í vinahóp og farið nokkrum sinnum saman í golf- og veiðiferðir á umræddu tímabili. Eimskip var sektað um 1,5 milljarð og Samskip um 4,2 milljarða vegna brotanna. Milljarðarnir sextíu og tveir sem félögin eru talin hafa valdið í samfélagslegu tjóni skiptast svona niður. 26 milljarðar í hækkandi verði á innfluttri vöru til neytenda, sautján milljarðar í auknum útgjöldum lántaka verðtryggðra lána og þrettán milljarðar í auknum gjöldum á útflytjendur. Sex milljarðar voru í kostnaðarauka viðskiptavina í landflutningum og flutningsmiðlun. Skífurit af því hvernig ráðgjafafyrirtækið Analytica metur tjónið af völdum meints samráðs.Vísir/Hjalti Ótrúlegar tölur Formaður Neytendasamtakanna segist vart trúa þessum tölum, svo stórar eru þær. „Þetta hefur ótrúlega víðtæk áhrif í samfélaginu, bæði bein áhrif og óbein áhrif. Þessar upphæðir, 62 milljarðar, þetta er bara óheyrt,“ segir Breki. Hann segir samtökin vera farin að skoða hvort hægt sé að sækja bætur fyrir neytendur. Til er fordæmi um það frá því í samráðsmáli olíufélaganna frá árinu 2004. „Við ætlum að setjast yfir þessa skýrslu og skoða hana með okkar lögfræðingum. Taka svo ákvörðun um hvernig við ætlum að halda málinu áfram. Málið er ekki búið, það mun halda áfram,“ segir Breki. Klippa: 62 milljarða tjón Spyr hvernig fyrirtækin ætli að bæta tjónið Hann vill sjá breytingar. „Mig langar að beina þeirri spurningu til stjórnenda þessara fyrirtækja, hvernig ætlið þið að bæta tjón samfélagsins sem þið hafið valdið? Og ég vil beina því einnig til stjórnvalda, hvað ætlið þið að gera til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig?“ segir Breki.
Neytendur Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira