Endurkoma kanónu á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. febrúar 2024 22:09 Jóhanna Vigdís er glöð að vera snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru. Vísir/Einar Rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Leiklistarkanónan Jóhanna Vigdís, betur þekkt sem Hansa, er snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru og gaf tóndæmi í kvöldfréttum. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum. Leikhús Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum.
Leikhús Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp