Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 13:40 Dusan Vlahovic skoraði tvö mörk og gaf svo stoðsendingu þegar Daniele Rugani tryggði Juventus sigur í dag. Jonathan Moscrop/Getty Images Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. Heimamenn tóku forystuna strax á 3. mínútu þegar Weston McKennie gaf boltann fyrir markið á Dusan Vlahović sem setti hann í netið. Frosinone komst 1-2 yfir með mörkum frá Walid Cheddira og Marco Brescianini á 14. og 27. mínútu. Fimm mínútum síðar var Vlahovic aftur á ferðinni fyrir Juventus og setti boltann í netið eftir aðra fyrirgjöf McKennie. 🇷🇸🇷🇸🇷🇸 pic.twitter.com/nuSMZIx0N6— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Fjögurra marka fyrri hálfleikur lauk jafn og liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir ríghéldu í stigið í seinni hálfleik gegn hættulegum sóknarleik heimamanna. Vlahović var allt í öllu, gaf góða fyrirgjöf sem varamaðurinn Kenan Yildiz nýtti ekki og skaut svo sjálfur í stöngina. Markvörður Frosinone, Michele Cerofolini, fékk gult spjald fyrir leiktöf rétt áður. Eftir ítrekaðar tilraunir að marki gestanna kom Daniele Rugani boltanum loksins í neitð fyrir Juventus á fimmtu mínútu uppbótartíma, Dusan Vlahović gaf að sjálfsögðu stoðsendinguna. JUVE GET THE WIN LATE INTO STOPPAGE TIME 😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳#JuveFrosinone pic.twitter.com/8e5j0b1KXV— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Juventus vann sér þarna inn mikilvæg þrjú stig í baráttunni um ítalska deildarmeistaratitilinn. Sex stigum munar milli þeirra og Inter Milan í efsta sætinu, en Inter á vissulega tvo leiki til góða. AC Milan fylgir þeim fast eftir, fimm stigum frá Juventus og með einn leik til góða. Frosinone berst í bökkunum, tveimur sætum og þremur stigum frá fallsæti. Ítalski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Heimamenn tóku forystuna strax á 3. mínútu þegar Weston McKennie gaf boltann fyrir markið á Dusan Vlahović sem setti hann í netið. Frosinone komst 1-2 yfir með mörkum frá Walid Cheddira og Marco Brescianini á 14. og 27. mínútu. Fimm mínútum síðar var Vlahovic aftur á ferðinni fyrir Juventus og setti boltann í netið eftir aðra fyrirgjöf McKennie. 🇷🇸🇷🇸🇷🇸 pic.twitter.com/nuSMZIx0N6— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Fjögurra marka fyrri hálfleikur lauk jafn og liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir ríghéldu í stigið í seinni hálfleik gegn hættulegum sóknarleik heimamanna. Vlahović var allt í öllu, gaf góða fyrirgjöf sem varamaðurinn Kenan Yildiz nýtti ekki og skaut svo sjálfur í stöngina. Markvörður Frosinone, Michele Cerofolini, fékk gult spjald fyrir leiktöf rétt áður. Eftir ítrekaðar tilraunir að marki gestanna kom Daniele Rugani boltanum loksins í neitð fyrir Juventus á fimmtu mínútu uppbótartíma, Dusan Vlahović gaf að sjálfsögðu stoðsendinguna. JUVE GET THE WIN LATE INTO STOPPAGE TIME 😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳#JuveFrosinone pic.twitter.com/8e5j0b1KXV— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Juventus vann sér þarna inn mikilvæg þrjú stig í baráttunni um ítalska deildarmeistaratitilinn. Sex stigum munar milli þeirra og Inter Milan í efsta sætinu, en Inter á vissulega tvo leiki til góða. AC Milan fylgir þeim fast eftir, fimm stigum frá Juventus og með einn leik til góða. Frosinone berst í bökkunum, tveimur sætum og þremur stigum frá fallsæti.
Ítalski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira