Skaðabótakröfu konu vísað frá eftir að hún sigrar jólatréskastkeppni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 08:20 Dómarinn sagði jólatréð hafa verið stórt og augljóst að staðhæfingar Grabska væru ýktar. Getty Dómstóll í Limerick á Írlandi hefur vísað frá máli konu sem krafði tryggingafélag sitt um 650 þúsund pund vegna meiðsla sem hún hlaut í bílslysi. Dómarinn tók ákvörðunina eftir að hafa séð mynd af konunni kasta jólatré. Kamila Grabska, 36 ára, sagðist hvorki hafa getað unnið né leikið við börnin sín í fimm ár vegna meiðsla á hálsi og baki sem hún hlaut í bílslysi árið 2017. Höfðaði hún mál á hendur tryggingarfélagi sínu til að fá bætur greiddar út vegna meintrar örorku. Dómarinn Carmel Stewart sá sér hins vegar ekki annað fært en að vísa kröfunni frá eftir að hafa séð mynd sem dagblað birti af Grabska að kasta jólatré, í jólatréskastkeppni sem haldin var í fjáröflunarskyni í janúar árið 2018. Grabska sigraði í kvennaflokki keppninnar. „Þetta er mjög stórt, lifandi jólatré og því er kastað af henni af miklum fimleika,“ hafði Irish Independent eftir dómaranum. „Ég er hræddur að ég geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar hennar hafi verið algjörlega ýktar. Á þeirri forsendu hyggst ég vísa kröfunum frá.“ Congratulations to #Ennisns parent Kamila Grabska who won the ladies event at the Christmas tree throwing competition in Ennis yesterday & featured in today s Irish Independent newspaper! Maith thù! pic.twitter.com/XUMAoUD01L— Ennis NationalSchool (@ennisns) January 8, 2018 Grabska hafði haldið því fram að hún hefði ekki getað lyft þungum pokum án þess að upplifa mikinn sársauka. Hún hefði neyðst til að segja upp starfinu sínu og þiggja örorkubætur. Krafan á hendur tryggingafélaginu náði til tapaðra tekna en Grabska hafði einnig haldið því fram að hún ætti erfitt með að fara fram úr rúminu suma dag og að eiginmaður hennar þyrfti að færa henni lyfin hennar. Um myndina sagði Grabska að hún hefði freistað þess að lifa eðlilegu lífi og hefði verið kvalin þrátt fyrir að vera brosandi á myndunum sem voru birtar frá keppninni. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í dómsal var einnig birt myndskeið þar sem Grabska sást þjálfa hundinn sinn í um klukkutíma. Dómarinn sagði hegðun hennar þannig í engu samræmi við staðhæfingar hennar. Guardian greindi frá. Írland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Kamila Grabska, 36 ára, sagðist hvorki hafa getað unnið né leikið við börnin sín í fimm ár vegna meiðsla á hálsi og baki sem hún hlaut í bílslysi árið 2017. Höfðaði hún mál á hendur tryggingarfélagi sínu til að fá bætur greiddar út vegna meintrar örorku. Dómarinn Carmel Stewart sá sér hins vegar ekki annað fært en að vísa kröfunni frá eftir að hafa séð mynd sem dagblað birti af Grabska að kasta jólatré, í jólatréskastkeppni sem haldin var í fjáröflunarskyni í janúar árið 2018. Grabska sigraði í kvennaflokki keppninnar. „Þetta er mjög stórt, lifandi jólatré og því er kastað af henni af miklum fimleika,“ hafði Irish Independent eftir dómaranum. „Ég er hræddur að ég geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar hennar hafi verið algjörlega ýktar. Á þeirri forsendu hyggst ég vísa kröfunum frá.“ Congratulations to #Ennisns parent Kamila Grabska who won the ladies event at the Christmas tree throwing competition in Ennis yesterday & featured in today s Irish Independent newspaper! Maith thù! pic.twitter.com/XUMAoUD01L— Ennis NationalSchool (@ennisns) January 8, 2018 Grabska hafði haldið því fram að hún hefði ekki getað lyft þungum pokum án þess að upplifa mikinn sársauka. Hún hefði neyðst til að segja upp starfinu sínu og þiggja örorkubætur. Krafan á hendur tryggingafélaginu náði til tapaðra tekna en Grabska hafði einnig haldið því fram að hún ætti erfitt með að fara fram úr rúminu suma dag og að eiginmaður hennar þyrfti að færa henni lyfin hennar. Um myndina sagði Grabska að hún hefði freistað þess að lifa eðlilegu lífi og hefði verið kvalin þrátt fyrir að vera brosandi á myndunum sem voru birtar frá keppninni. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í dómsal var einnig birt myndskeið þar sem Grabska sást þjálfa hundinn sinn í um klukkutíma. Dómarinn sagði hegðun hennar þannig í engu samræmi við staðhæfingar hennar. Guardian greindi frá.
Írland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira