Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 09:14 Mohammed Shtayyeh hefur tilkynnt forsetanum um afsögn ríkisstjórnarinnar en enn er óvíst hvort Abbas tekur afsögnina gilda. AP Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en erlendir miðlar gera því skóna að með þessu sé palestínska heimastjórnin að greiða fyrir umbótum. Bandaríkjamenn hafa sagt nýja og „endurbætta“ heimastjórn eiga að taka við yfirráðum á Gasa þegar stríðinu lýkur. Stjórnvöld Palestínu á Vesturbakkanum viðurkenna Ísrael og hafa verið viljug til að ræða svokallaða „tveggja ríkja lausn“ í deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna. Vald þeirra er hins vegar takmarkað og þá hafa þau verið sökuð um spillingu. Hamas-samtökin tóku yfir Gaza eftir kosningasigur árið 2006 en ólíkt palestínsku heimastjórninni eru samtökin ekki fylgjandi tveggja ríkja lausninni, þar sem þau viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, kallaði herráð sitt saman á laugardag og það mun funda aftur í vikunni til að leggja drög að aðgerðum í Rafah. Hann segir mögulegt vopnahlé hugsanlega munu fresta aðgerðum á svæðinu en ekki koma í veg fyrir þær. Bandaríkjamenn segja drög að vopnahléssamkomulagi liggja fyrir en enn eigi eftir að ræða nokkra þætti þess. Yfirvöld í Katar og Egyptalandi muni þurfa að eiga viðræður við Hamas hvað þá varðar. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður innan Hamas, segir yfirlýsingar Netanyahu um að vopnahlé muni ekki koma í veg fyrir innrás í Rafah sýna að Ísraelsmönnum sé ekki alvara hvað varðar vopnahlésviðræðurnar. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en erlendir miðlar gera því skóna að með þessu sé palestínska heimastjórnin að greiða fyrir umbótum. Bandaríkjamenn hafa sagt nýja og „endurbætta“ heimastjórn eiga að taka við yfirráðum á Gasa þegar stríðinu lýkur. Stjórnvöld Palestínu á Vesturbakkanum viðurkenna Ísrael og hafa verið viljug til að ræða svokallaða „tveggja ríkja lausn“ í deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna. Vald þeirra er hins vegar takmarkað og þá hafa þau verið sökuð um spillingu. Hamas-samtökin tóku yfir Gaza eftir kosningasigur árið 2006 en ólíkt palestínsku heimastjórninni eru samtökin ekki fylgjandi tveggja ríkja lausninni, þar sem þau viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, kallaði herráð sitt saman á laugardag og það mun funda aftur í vikunni til að leggja drög að aðgerðum í Rafah. Hann segir mögulegt vopnahlé hugsanlega munu fresta aðgerðum á svæðinu en ekki koma í veg fyrir þær. Bandaríkjamenn segja drög að vopnahléssamkomulagi liggja fyrir en enn eigi eftir að ræða nokkra þætti þess. Yfirvöld í Katar og Egyptalandi muni þurfa að eiga viðræður við Hamas hvað þá varðar. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður innan Hamas, segir yfirlýsingar Netanyahu um að vopnahlé muni ekki koma í veg fyrir innrás í Rafah sýna að Ísraelsmönnum sé ekki alvara hvað varðar vopnahlésviðræðurnar.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49
Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25