Öskureiðir eftir rauðu spjöldin og saka Pulisic um óíþróttamannslega hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 12:45 Dómarinn sýndi fádæma lipurð þegar hann reif upp rauða og gula spjaldið á sama tíma. Paolo Bruno/Getty Images Leikmenn og stjórnarmenn Lazio eru öskureiðir dómaranum Marco di Bello eftir að hann rak þrjá leikmenn liðsins af velli í leik gegn AC Milan í gærkvöldi. Luca Pellegrini fékk gult spjald fyrir brot á 50. mínútu og leit svo annað gult sjö mínútum síðar þegar hann reyndi að stöðva leik vegna meiðsla Taty Castellanos. Þar sem dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn reyndi Christian Pulisic að ná boltanum af Pellegrini, sem ýtti þá við Pulisic og uppskar gult spjald. Það sauð svo allt upp úr þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fengu Adam Marusic og Matteo Guendozi báðir rautt. Luca Pellegrini, sem fór fyrstur af velli, birti svo færslu á Instagram þar sem hann sagði óíþróttamannslega hegðun hafa unnið leik kvöldsins og næst þegar liðsfélagi hans lægi blóðugur myndi hann bara sparka boltanum lengst upp í stúku í stað þess að stoppa inni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Luca Pellegrini (@lucapellegrini3) Stefano Pioli, forseti AC Milan, svaraði Pellegrini nokkurn veginn í viðtali eftir leik. Þá sagði hann reglur leiksins skýrar, ef dómarinn flautar ekki er leikurinn ekki stopp og skal haldið áfram. Hann var algjörlega ósammála því að Pulisic hafi sýnt óíþróttamannslega hegðun. Antonello Aurigemma, forseti Lazio, var harðorður í gagnrýni sinni á dómarann. Hann sagði algjöran skort á gagnsæi í ákvarðanatöku dómara og kallaði eftir því að hlutlaus þriðji aðili yrði fenginn til að skera úr um leikbann leikmanna sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marco di Bello hneykslar á flautunni. Hann dæmdi leik Juventus gegn Bologna í upphafi tímabils og var sendur í rúmlega mánaðarlangt leyfi vegna mistaka í leiknum. Ítalski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Luca Pellegrini fékk gult spjald fyrir brot á 50. mínútu og leit svo annað gult sjö mínútum síðar þegar hann reyndi að stöðva leik vegna meiðsla Taty Castellanos. Þar sem dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn reyndi Christian Pulisic að ná boltanum af Pellegrini, sem ýtti þá við Pulisic og uppskar gult spjald. Það sauð svo allt upp úr þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fengu Adam Marusic og Matteo Guendozi báðir rautt. Luca Pellegrini, sem fór fyrstur af velli, birti svo færslu á Instagram þar sem hann sagði óíþróttamannslega hegðun hafa unnið leik kvöldsins og næst þegar liðsfélagi hans lægi blóðugur myndi hann bara sparka boltanum lengst upp í stúku í stað þess að stoppa inni á vellinum. View this post on Instagram A post shared by Luca Pellegrini (@lucapellegrini3) Stefano Pioli, forseti AC Milan, svaraði Pellegrini nokkurn veginn í viðtali eftir leik. Þá sagði hann reglur leiksins skýrar, ef dómarinn flautar ekki er leikurinn ekki stopp og skal haldið áfram. Hann var algjörlega ósammála því að Pulisic hafi sýnt óíþróttamannslega hegðun. Antonello Aurigemma, forseti Lazio, var harðorður í gagnrýni sinni á dómarann. Hann sagði algjöran skort á gagnsæi í ákvarðanatöku dómara og kallaði eftir því að hlutlaus þriðji aðili yrði fenginn til að skera úr um leikbann leikmanna sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marco di Bello hneykslar á flautunni. Hann dæmdi leik Juventus gegn Bologna í upphafi tímabils og var sendur í rúmlega mánaðarlangt leyfi vegna mistaka í leiknum.
Ítalski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira