Þurfti að gera skiptingar vegna meiðsla og ekki á allt sáttur með dómara leiksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 23:31 Ten Hag fór yfir víðan völl eftir leik. EPA-EFE/TIM KEETON Erk ten Hag taldi lið sitt hafa spilað ágætlega en Manchester United mátti þola 3-1 tap gegn Manchester City á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Man Utd leiddi í hálfleik en það dugði skammt gegn ríkjandi Englandsmeisturum. „Mér fannst frammistaðan nokkuð góð þegar á heildina er litið. Við komumst 1-0 yfir og við áttum okkar augnablik til að bæta öðru marki við. Við vörðumst vel en það voru nokkur afmörkuð augnablik þegar við vorum næstum sloppnir í gegn skömmu áður en þeir skoruðu. Við verðum að sætta okkur við það en það voru tækifæri til að ná í að lágmarki eitt stig en sigur var einnig möguleiki.“ Ten Hag staðfesti einnig að þeir Jonny Evans og Marcus Rashford hefðu ekki verið 100 prósent klárir í leik dagsins. Báðir voru teknir af velli í síðari hálfleik. „Þeir gáfu samt sem áður allt sem þeir áttu, eins og allt liðið og við erum óánægðir með niðurstöðu leiksins. Þeir börðust saman, liðsheildin og frammistaðan var góð. Á öðrum degi hefðum við getað unnið. Það eru litlu hlutirnir. Rashford komst í álitlegar stöður til að skora og Alejandro Garnacho átti sín augnablik.“ Um uppleggið „Markmiðið var að komast inn fyrir varnarlínu þeirra með hraðanum sem við búum yfir í Garnacho og Rashford. Við lokuðum miðjunni og eigin vítateig vel. Við fórum eftir leikplani og áttum okkar augnablik. Ég tel planið hafa gengið ágætlega, það munaði mjög litlu. Get ekki annað en hrósað Man City fyrir hversu stöðug spilamennska þeirra er.“ Ten Hag fékk gult spjald í leiknum eftir að Man City jafnaði. „Segjum að það megi deila um það hvort það hafi verið snerting (þegar Rashford féll niður eftir viðskipti sín við Kyle Walker í aðdraganda fyrsta marks gestanna). Þetta er augnablik sem hefur mikil áhrif á leikinn. Þeir sóttu hratt og skoruðu. Þetta var lítil snerting en þegar þú ert á fullu gasi þá þarf lítið til að missa jafnvægið, þess vegna féll hann til jarðar.“ Um meiðslin „Ég veit ekki (hversu lengi þeir eru frá). Þeir þurftu að koma út af en ég hefði viljað halda þeim lengur inn á þar sem skipulagið og samheldnin var góð.“ Um tapið „Við þurfum að ná eitthvað af þessum stigum til baka. Allir geta unnið alla og hlutirnir geta breyst hratt. Fimmta sætið gæti líka veitt þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu svo við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Ten Hag að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01 „Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan nokkuð góð þegar á heildina er litið. Við komumst 1-0 yfir og við áttum okkar augnablik til að bæta öðru marki við. Við vörðumst vel en það voru nokkur afmörkuð augnablik þegar við vorum næstum sloppnir í gegn skömmu áður en þeir skoruðu. Við verðum að sætta okkur við það en það voru tækifæri til að ná í að lágmarki eitt stig en sigur var einnig möguleiki.“ Ten Hag staðfesti einnig að þeir Jonny Evans og Marcus Rashford hefðu ekki verið 100 prósent klárir í leik dagsins. Báðir voru teknir af velli í síðari hálfleik. „Þeir gáfu samt sem áður allt sem þeir áttu, eins og allt liðið og við erum óánægðir með niðurstöðu leiksins. Þeir börðust saman, liðsheildin og frammistaðan var góð. Á öðrum degi hefðum við getað unnið. Það eru litlu hlutirnir. Rashford komst í álitlegar stöður til að skora og Alejandro Garnacho átti sín augnablik.“ Um uppleggið „Markmiðið var að komast inn fyrir varnarlínu þeirra með hraðanum sem við búum yfir í Garnacho og Rashford. Við lokuðum miðjunni og eigin vítateig vel. Við fórum eftir leikplani og áttum okkar augnablik. Ég tel planið hafa gengið ágætlega, það munaði mjög litlu. Get ekki annað en hrósað Man City fyrir hversu stöðug spilamennska þeirra er.“ Ten Hag fékk gult spjald í leiknum eftir að Man City jafnaði. „Segjum að það megi deila um það hvort það hafi verið snerting (þegar Rashford féll niður eftir viðskipti sín við Kyle Walker í aðdraganda fyrsta marks gestanna). Þetta er augnablik sem hefur mikil áhrif á leikinn. Þeir sóttu hratt og skoruðu. Þetta var lítil snerting en þegar þú ert á fullu gasi þá þarf lítið til að missa jafnvægið, þess vegna féll hann til jarðar.“ Um meiðslin „Ég veit ekki (hversu lengi þeir eru frá). Þeir þurftu að koma út af en ég hefði viljað halda þeim lengur inn á þar sem skipulagið og samheldnin var góð.“ Um tapið „Við þurfum að ná eitthvað af þessum stigum til baka. Allir geta unnið alla og hlutirnir geta breyst hratt. Fimmta sætið gæti líka veitt þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu svo við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Ten Hag að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01 „Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01
„Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16