Síðasta verk Nóbelsverðlaunahafans gefið út gegn hans eigin óskum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 23:54 Gabriel García Márquez hlaut nóbelverðlaunin í bókmenntum árið 1982. Hans frægustu verk eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. EPA Síðasta skáldsaga kolumbíska Nóbelsverðlaunahafans, Gabriel García Márquez, Until August, sem mætti útleggja sem Þangað til í ágúst, verður gefin út að honum látnum og gegn óskum hans. „Hann sagði mér hreint út að ég ætti að eyðileggja skáldsöguna,“ segir Gonzalo García Barcha, sonur rithöfundarins við New York Times. Þar segir að á síðustu æviárum García Márquez hafi hann reynt að leggja lokahönd á söguna sem fjallar um kynlíf giftrar miðaldra konu. Höfundurinn er sagður hafa átt við söguna í mörg ár, á meðan hann glímdi til að mynda við elliglöp og minnisleysi, en hann gafst upp á endanum og ákvað að bókin skyldi ekki gerð aðgengileg almenningi. Eftir sátu 796 blaðsíður sem hafa safnað ryki frá andláti García Márquez, sem lést 87 ára gamall árið 2014, þangað til synir hans ákváðu að ganga á bak orða sinna og gefa skáldsöguna út. Á síðasta ári fengu synirnir ritstjórann Cristóbal Pera, sem hafði unnið með föður þeirra, í verkið. Until August var til í fimm útgáfum og því var vandasamt verk fyrir höndum, að búa til eina heildstæða skáldsögu úr þessum fimm. Þar að auki fékk hann eitt skilyrði: ekki mátti nota stakkt orð sem García Márquez hafði ekki skrifað sjálfur. Fram kemur í umfjöllun New York Post að margt hafi verið ólíkt í þessum fimm útgáfum. Til að mynda var aldur aðalsöguhetjunnar á reyki og stundum var einn elskandi hennar með yfirvaraskegg og stundum ekki. Synir García Márquez segja að með útgáfu Until August verði allra síðasta verk föður þeirra gefið út. Nóbelsverðlaunahafinn hafi vissulega gert margar útgáfur af fyrri verkum sínum, en hann hafi verið óhræddur við að eyða þeim útgáfum sem ekki voru gefnar út. Hann vildi ekki að þær yrðu grandskoðaðar síðar. Þeir segja að það sé á meðal ástæðanna fyrir því að þeir hafi ákveðið að gefa þessa síðustu skáldsögu út. „Þá verður ekkert annað eftir í borðskúffunni.“ Á meðal frægustu skáldsagna García Márquez eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. Guðbergur Bergsson þýddi bæði verkin yfir á íslensku. Bókmenntir Nóbelsverðlaun Bókaútgáfa Kólumbía Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Hann sagði mér hreint út að ég ætti að eyðileggja skáldsöguna,“ segir Gonzalo García Barcha, sonur rithöfundarins við New York Times. Þar segir að á síðustu æviárum García Márquez hafi hann reynt að leggja lokahönd á söguna sem fjallar um kynlíf giftrar miðaldra konu. Höfundurinn er sagður hafa átt við söguna í mörg ár, á meðan hann glímdi til að mynda við elliglöp og minnisleysi, en hann gafst upp á endanum og ákvað að bókin skyldi ekki gerð aðgengileg almenningi. Eftir sátu 796 blaðsíður sem hafa safnað ryki frá andláti García Márquez, sem lést 87 ára gamall árið 2014, þangað til synir hans ákváðu að ganga á bak orða sinna og gefa skáldsöguna út. Á síðasta ári fengu synirnir ritstjórann Cristóbal Pera, sem hafði unnið með föður þeirra, í verkið. Until August var til í fimm útgáfum og því var vandasamt verk fyrir höndum, að búa til eina heildstæða skáldsögu úr þessum fimm. Þar að auki fékk hann eitt skilyrði: ekki mátti nota stakkt orð sem García Márquez hafði ekki skrifað sjálfur. Fram kemur í umfjöllun New York Post að margt hafi verið ólíkt í þessum fimm útgáfum. Til að mynda var aldur aðalsöguhetjunnar á reyki og stundum var einn elskandi hennar með yfirvaraskegg og stundum ekki. Synir García Márquez segja að með útgáfu Until August verði allra síðasta verk föður þeirra gefið út. Nóbelsverðlaunahafinn hafi vissulega gert margar útgáfur af fyrri verkum sínum, en hann hafi verið óhræddur við að eyða þeim útgáfum sem ekki voru gefnar út. Hann vildi ekki að þær yrðu grandskoðaðar síðar. Þeir segja að það sé á meðal ástæðanna fyrir því að þeir hafi ákveðið að gefa þessa síðustu skáldsögu út. „Þá verður ekkert annað eftir í borðskúffunni.“ Á meðal frægustu skáldsagna García Márquez eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. Guðbergur Bergsson þýddi bæði verkin yfir á íslensku.
Bókmenntir Nóbelsverðlaun Bókaútgáfa Kólumbía Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira