Helmingshækkun til foreldra Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:30 Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun