Foxillur Kjartan grýtti spjaldinu í gólfið: „Áran yfir þeim rosa þung og leiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 14:30 Kjartan Atli Kjartansson er með Álftanes í 6. sæti Subway-deildarinnar og undanúrslitum VÍS-bikarsins, en næstu leikir liðsins eru óhemju mikilvægir. vísir/Hulda Margrét Það er mikið í húfi hjá körfuboltaliði Álftaness á næstu vikum en sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru sammála um að áran yfir liðinu gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira