Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2024 07:00 Íbúar á Gasa freista þess að ná sér í mat í Rafah. AP/Fatima Shbair Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. Flutningaskip með 200 tonn af matvælum og öðrum neyðargögnum lagði úr höfn í Kýpur í gær en Sameinuðu þjóðirnar segja það ekki koma í staðinn fyrir flutning neyðargagna landleiðina. Þrátt fyrir aukna gagnrýni fjölda ríkja hafa stjórnvöld í Ísrael hins vegar lítið gert til að greiða fyrir aukinni aðstoð við almenna borgara á Gasa og heitið því að halda áfram aðgerðum sínum gegn Hamas. Þau hafna því að vera ábyrg fyrir matarskorti á svæðinu, þar sem þau heimili nú þegar flutning matvæla í gegnum tvö landamærahlið í suðurhluta Gasa. Borrell svaraði þessu þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og sagði mannúðarkrísuna mega rekja til þess að það væru ekki fleiri landleiðir til staðar til að flytja gögn inn á Gasa. „Við erum núna að horfa upp á samfélag sem berst fyrir því að lifa af,“ sagði hann. Hann sagði vandann gerðan af mannanna höndum og að ástæða þess að menn væru að leita leiða til að koma neyðargögnum til Gasa sjó- og loftleiðina væri að landleiðinni hefði verið lokað. „Það er verið að nota hungur sem vopn og þegar við fordæmum það þegar það gerist í Úkraínu þá verðum við að nota sömu orð um það sem er að gerast á Gasa,“ sagði Borrell. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að um 576 þúsund manns á Gasa séu við það að búa við hungursneyð. Heilbrigðisráðuneytið á svæðinu segir 27 hafa látist sökum vannæringar og ofþornunar á síðustu tveimur vikum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist um helgina gera ráð fyrir að átökin myndu standa yfir allt að tvo mánuði í viðbót; kannski fjórar vikur, kannski sex. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Flutningaskip með 200 tonn af matvælum og öðrum neyðargögnum lagði úr höfn í Kýpur í gær en Sameinuðu þjóðirnar segja það ekki koma í staðinn fyrir flutning neyðargagna landleiðina. Þrátt fyrir aukna gagnrýni fjölda ríkja hafa stjórnvöld í Ísrael hins vegar lítið gert til að greiða fyrir aukinni aðstoð við almenna borgara á Gasa og heitið því að halda áfram aðgerðum sínum gegn Hamas. Þau hafna því að vera ábyrg fyrir matarskorti á svæðinu, þar sem þau heimili nú þegar flutning matvæla í gegnum tvö landamærahlið í suðurhluta Gasa. Borrell svaraði þessu þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og sagði mannúðarkrísuna mega rekja til þess að það væru ekki fleiri landleiðir til staðar til að flytja gögn inn á Gasa. „Við erum núna að horfa upp á samfélag sem berst fyrir því að lifa af,“ sagði hann. Hann sagði vandann gerðan af mannanna höndum og að ástæða þess að menn væru að leita leiða til að koma neyðargögnum til Gasa sjó- og loftleiðina væri að landleiðinni hefði verið lokað. „Það er verið að nota hungur sem vopn og þegar við fordæmum það þegar það gerist í Úkraínu þá verðum við að nota sömu orð um það sem er að gerast á Gasa,“ sagði Borrell. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að um 576 þúsund manns á Gasa séu við það að búa við hungursneyð. Heilbrigðisráðuneytið á svæðinu segir 27 hafa látist sökum vannæringar og ofþornunar á síðustu tveimur vikum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist um helgina gera ráð fyrir að átökin myndu standa yfir allt að tvo mánuði í viðbót; kannski fjórar vikur, kannski sex.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira