Danir hægja á Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 11:30 Claus Thomsen, stjórnarformaður dönsku ofurdeildarinnar, fagnar því að Danir geti hægt á evrópskri ofurdeild. Getty Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika. Stærstu félög Evrópu hafa unnið að hugmyndinni um ofurdeildina um hríð. Um er að ræða lokaða deild stærstu liða Evrópu og vonir standa til um umtalsvert meiri tekjur til þeirra félaga sem taka þátt en þau þéna í Meistaradeild Evrópu, sem heyrir undir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni í álfunni en ljóst er að slíkar hugmyndir myndu auka enn frekar á misskiptingu og yfirburðastöðu umræddra félaga gagnvart öðrum í Evrópu. Forráðamenn dönsku deildarinnar virðast á meðal þeirra sem standa gegn slíkum hugmyndum og þá sérstaklega nafninu. Danir kærðu nafn evrópsku deildarinnar til Evrópusambandsins og samkvæmt úrskurði Hugverkastofu Evrópusambandsins má fyrirtækið sem stofnað var í kringum fyrirhugaða ofudeild ekki skrá vörumerkið þar sem Danir eiga þegar einkarétt að ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason í leik með Midtjylland gegn Randers í dönsku ofurdeildinni.Getty Við erum mjög ánægður að Hugverkastofa Evrópusambandsins hafi fallist á það að nafnið Ofurdeildin (e. The Super League) innan Evrópu muni brjóta í bága við verðmæti sem dönsku félögin hafa fjárfest í 3F Superliga. Við höfum alltaf staðið gegn vilja stóru félaganna til að stofna nýja evrópska deild, er haft eftir Claus Thomsen, stjórnarformanni dönsku ofurdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni varðandi dóminn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn að neðan. danish-superligaen-as-slows-down-european-super-league.pdf (135kB) Ofurdeildin UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Stærstu félög Evrópu hafa unnið að hugmyndinni um ofurdeildina um hríð. Um er að ræða lokaða deild stærstu liða Evrópu og vonir standa til um umtalsvert meiri tekjur til þeirra félaga sem taka þátt en þau þéna í Meistaradeild Evrópu, sem heyrir undir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni í álfunni en ljóst er að slíkar hugmyndir myndu auka enn frekar á misskiptingu og yfirburðastöðu umræddra félaga gagnvart öðrum í Evrópu. Forráðamenn dönsku deildarinnar virðast á meðal þeirra sem standa gegn slíkum hugmyndum og þá sérstaklega nafninu. Danir kærðu nafn evrópsku deildarinnar til Evrópusambandsins og samkvæmt úrskurði Hugverkastofu Evrópusambandsins má fyrirtækið sem stofnað var í kringum fyrirhugaða ofudeild ekki skrá vörumerkið þar sem Danir eiga þegar einkarétt að ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason í leik með Midtjylland gegn Randers í dönsku ofurdeildinni.Getty Við erum mjög ánægður að Hugverkastofa Evrópusambandsins hafi fallist á það að nafnið Ofurdeildin (e. The Super League) innan Evrópu muni brjóta í bága við verðmæti sem dönsku félögin hafa fjárfest í 3F Superliga. Við höfum alltaf staðið gegn vilja stóru félaganna til að stofna nýja evrópska deild, er haft eftir Claus Thomsen, stjórnarformanni dönsku ofurdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni varðandi dóminn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn að neðan. danish-superligaen-as-slows-down-european-super-league.pdf (135kB)
Ofurdeildin UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01
Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01
UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30
Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01