Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2024 15:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu í viðleytni til að höggva á hnútinn í viðræðum verlsunarmanna og SA. Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05
Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27
Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47
Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28