Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 10:02 Alfreð Gíslason mætir Degi Sigurðssyni í öðrum leik þess síðarnefnda með króatíska landsliðið. Mikið verður undir í leiknum. Samsett/Getty Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita