Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2024 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
„Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira