Amanda og Brák meðal handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. mars 2024 21:16 Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra sem hlutu verðlaun í Iðnó í kvöld. Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra myndlistarmanna sem hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin. Þá fékk Hreinn Friðfinnsson Verðlaunaafhending fór fram í Iðnó í kvöld þar sem var margt um manninn. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Aðalverðlaunin, Myndlistarmaður ársins, féllu í skaut Amöndu Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu, sýningarstjóri var Sunna Ástþórsdóttir. Amanda, sem er fædd 1977, er frönsk-sílesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík frá árinu 2012. Á sýningunni House of Purkinje samstillir Amanda ólíkar frásagnir á afar snjallan hátt, allt frá þekkingarfræði (kenningum um skynjun) og ljósfræði, í gegnum eigin reynslu sína af listtengdu bútasaums-hagkerfi til gagnrýnnar skynjunar á samtímalistinni og gangverki þess. Brák með hvatningaverðlaun Þá hlaut Brák Jónsdóttir Hvatningaverðlaunin fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík og hlaut hún 500.000 kr í verðlaunafé. Brák, sem er fædd árið 1996, útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Það er mat dómnefndar að skúlptúrar Brákar og gjörningatengsl hennar við marga þeirra slái áhugaverðan tón í myndlistinni og að í þeim kjarnist margar af mikilvægari spurningum samtímans um tengsl manns og náttúru, vaxtarferli og hlut ímyndunaraflsins í sköpun veruleikans á jaðri hins mögulega og ómögulega. Verkin eru forvitnileg, þau kveikja á ýmsum af þeim stöðvum í líkamshylkinu sem framkalla bæði erfið og ánægjuleg tilfinningaviðbrögð. Áhugaverðasta endurlitið, samsýning ársins og útgáfa Þá voru einnig veittar fjórar viðurkenningar til viðbótar. Viðurkenningu fyrir Áhugaverðasta endurlitið hlaut sýningin Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur viðamikillar rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, sýningarstjóra, á listferli Hildar. Samsýningu ársins hlaut sýningin Að rekja brot í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni, sem sett var upp í tveimur meginsölum safnsins, voru sýnd ný og nýleg verk sex listamanna, þar af tveggja íslenskra einstaklinga af erlendum uppruna. Sýningarstjóri var Daría Sól Andrews. Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu hlaut bókin Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. Höfundur bókarinnar er Ágústa Oddsdóttir og ritstjóri er Abigail Ley. Heiðursverðlaunin til Hreins Að þessu sinni féll Heiðursviðurkenning myndlistarráðs í skaut Hreins Friðfinnssonar. Því miður gafst ekki færi á að veita Hreini viðurkenninguna formlega sökum þess að hann féll frá fyrr í mánuðinum, eftir langan og óslitinn listferil. Á verðlaunaafhendingunni var minningu Hreins heiðruð og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafn Reykjavíkur, flutti erindi um verk hans og ævistarf. Sérskipuð dómefnd velur handhafa, fyrir utan Heiðursviðurkenningarhafa sem valinn er af myndlistarráði. Eins og áður var auglýst eftir tillögum að tilnefningum og bárust fjölmargar tillögur að þessu sinni. Í byrjun mars var tilkynnt hverjir voru tilnefndir sem Myndlistarmaður ársins, alls fjórir listamenn og til Hvatningarverðlaunana, alls þrír listamenn. Myndlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Aðalverðlaunin, Myndlistarmaður ársins, féllu í skaut Amöndu Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu, sýningarstjóri var Sunna Ástþórsdóttir. Amanda, sem er fædd 1977, er frönsk-sílesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík frá árinu 2012. Á sýningunni House of Purkinje samstillir Amanda ólíkar frásagnir á afar snjallan hátt, allt frá þekkingarfræði (kenningum um skynjun) og ljósfræði, í gegnum eigin reynslu sína af listtengdu bútasaums-hagkerfi til gagnrýnnar skynjunar á samtímalistinni og gangverki þess. Brák með hvatningaverðlaun Þá hlaut Brák Jónsdóttir Hvatningaverðlaunin fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík og hlaut hún 500.000 kr í verðlaunafé. Brák, sem er fædd árið 1996, útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Það er mat dómnefndar að skúlptúrar Brákar og gjörningatengsl hennar við marga þeirra slái áhugaverðan tón í myndlistinni og að í þeim kjarnist margar af mikilvægari spurningum samtímans um tengsl manns og náttúru, vaxtarferli og hlut ímyndunaraflsins í sköpun veruleikans á jaðri hins mögulega og ómögulega. Verkin eru forvitnileg, þau kveikja á ýmsum af þeim stöðvum í líkamshylkinu sem framkalla bæði erfið og ánægjuleg tilfinningaviðbrögð. Áhugaverðasta endurlitið, samsýning ársins og útgáfa Þá voru einnig veittar fjórar viðurkenningar til viðbótar. Viðurkenningu fyrir Áhugaverðasta endurlitið hlaut sýningin Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur viðamikillar rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, sýningarstjóra, á listferli Hildar. Samsýningu ársins hlaut sýningin Að rekja brot í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni, sem sett var upp í tveimur meginsölum safnsins, voru sýnd ný og nýleg verk sex listamanna, þar af tveggja íslenskra einstaklinga af erlendum uppruna. Sýningarstjóri var Daría Sól Andrews. Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu hlaut bókin Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. Höfundur bókarinnar er Ágústa Oddsdóttir og ritstjóri er Abigail Ley. Heiðursverðlaunin til Hreins Að þessu sinni féll Heiðursviðurkenning myndlistarráðs í skaut Hreins Friðfinnssonar. Því miður gafst ekki færi á að veita Hreini viðurkenninguna formlega sökum þess að hann féll frá fyrr í mánuðinum, eftir langan og óslitinn listferil. Á verðlaunaafhendingunni var minningu Hreins heiðruð og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafn Reykjavíkur, flutti erindi um verk hans og ævistarf. Sérskipuð dómefnd velur handhafa, fyrir utan Heiðursviðurkenningarhafa sem valinn er af myndlistarráði. Eins og áður var auglýst eftir tillögum að tilnefningum og bárust fjölmargar tillögur að þessu sinni. Í byrjun mars var tilkynnt hverjir voru tilnefndir sem Myndlistarmaður ársins, alls fjórir listamenn og til Hvatningarverðlaunana, alls þrír listamenn.
Myndlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira