Åge ánægður með að Gylfi sé óánægður 15. mars 2024 16:35 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í dag. Þar var hann spurður út í ákvörðun sína að velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í landsliðshópinn fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku. Vísir/Getty Landsliðshópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku var opinberaður í dag. Þar var, eins og hafði áður verið staðfest, ekki að finna nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hefur sjálfur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun landsliðsþjálfarans Åge Hareide. Norðmaðurinn sat fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í dag og var spurður út í ákvörðun sína að velja Gylfa Þór ekki að þessu sinni í landsliðið. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar." En hvernig var samskiptum hans og Gylfa háttað fyrir þetta verkefni? Ég talaði við hann tvisvar en í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það. Hann var ekki einu sinni í liði, áður en hann skrifaði undir hjá Val. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað í langan tíma. Það hefur hann ekki gert." Gylfi Þór sjálfur er eins og fyrr sagði mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans að velja sig ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael og tjáði sig um ákvörðun Norðmannsins í samtali við DV í gær. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist vera í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
„Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar." En hvernig var samskiptum hans og Gylfa háttað fyrir þetta verkefni? Ég talaði við hann tvisvar en í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það. Hann var ekki einu sinni í liði, áður en hann skrifaði undir hjá Val. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað í langan tíma. Það hefur hann ekki gert." Gylfi Þór sjálfur er eins og fyrr sagði mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans að velja sig ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael og tjáði sig um ákvörðun Norðmannsins í samtali við DV í gær. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist vera í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti