Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2024 11:01 Hákon Arnar Haraldsson hóf landsliðsferil sinn á því að mæta Ísrael, sumarið 2022. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. Liðin voru nefnilega saman í riðli í Þjóðadeildinni árið 2022, og mættust í tveimur leikjum í júní. Báðir leikir fóru 2-2. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum síns riðils, Ísrael þó ofar, og sá árangur var það sem að lokum skilaði þeim í þetta umspil um eitt af síðustu lausu sætunum á EM í Þýskalandi. Þegar liðin mættust síðast lék Ísland undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og fór fyrri leikurinn fram í Ísrael. Shon Weissman tryggði Ísrael stig með marki seint í leiknum, eftir að Þórir Jóhann Helgason (með sínu fyrsta landsliðsmark) og Arnór Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan undirbúning Manor Solomon, núverandi leikmanns Tottenham, en hann missir af leiknum núna vegna meiðsla. Leikurinn í Ísrael var jafnframt fyrsti landsleikur Hákons Arnars Haraldssonar, sem þá var nýorðinn nítján ára gamall. Hann var einnig í liðinu á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar þegar Ísland gerði aftur 2-2 jafntefli við Ísrael. Aftur skoraði Þórir Jóhann í leiknum, og kom Íslandi í 2-1, en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu, í kjölfarið á löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar. Jöfnunarmark Ísraelsmanna kom eftir myndbandsskoðun, en boltinn þótti hafa farið rétt yfir línuna áður en Rúnar Alex Rúnarsson varði. Alfreð og Kolbeinn skoruðu í Tel Aviv Liðin hafa alls mæst fimm sinnum og þó að Ísland hafi skorað tvö mörk í fjórum leikjanna þá hefur liðið aldrei fagnað sigri. Fyrst mættust þjóðirnar í tveimur vináttulandsleikjum árið 1992, gerðu 2-2 jafntefli ytra og Ísrael vann svo 2-0 útisigur á Laugardalsvelli. Þau mættust svo aftur í vináttulandsleik í Tel Aviv árið 2010, þar sem Ísrael vann 3-2 í leik þar sem Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Liðin voru nefnilega saman í riðli í Þjóðadeildinni árið 2022, og mættust í tveimur leikjum í júní. Báðir leikir fóru 2-2. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum síns riðils, Ísrael þó ofar, og sá árangur var það sem að lokum skilaði þeim í þetta umspil um eitt af síðustu lausu sætunum á EM í Þýskalandi. Þegar liðin mættust síðast lék Ísland undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og fór fyrri leikurinn fram í Ísrael. Shon Weissman tryggði Ísrael stig með marki seint í leiknum, eftir að Þórir Jóhann Helgason (með sínu fyrsta landsliðsmark) og Arnór Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan undirbúning Manor Solomon, núverandi leikmanns Tottenham, en hann missir af leiknum núna vegna meiðsla. Leikurinn í Ísrael var jafnframt fyrsti landsleikur Hákons Arnars Haraldssonar, sem þá var nýorðinn nítján ára gamall. Hann var einnig í liðinu á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar þegar Ísland gerði aftur 2-2 jafntefli við Ísrael. Aftur skoraði Þórir Jóhann í leiknum, og kom Íslandi í 2-1, en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu, í kjölfarið á löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar. Jöfnunarmark Ísraelsmanna kom eftir myndbandsskoðun, en boltinn þótti hafa farið rétt yfir línuna áður en Rúnar Alex Rúnarsson varði. Alfreð og Kolbeinn skoruðu í Tel Aviv Liðin hafa alls mæst fimm sinnum og þó að Ísland hafi skorað tvö mörk í fjórum leikjanna þá hefur liðið aldrei fagnað sigri. Fyrst mættust þjóðirnar í tveimur vináttulandsleikjum árið 1992, gerðu 2-2 jafntefli ytra og Ísrael vann svo 2-0 útisigur á Laugardalsvelli. Þau mættust svo aftur í vináttulandsleik í Tel Aviv árið 2010, þar sem Ísrael vann 3-2 í leik þar sem Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira