Kveðst skítsama um skoðun Hareide Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 13:00 Alon Hazan hefur stýrt landsliði Ísraels síðustu tvö ár. Hann er 56 ára og lék á sínum tíma 72 landsleiki fyrir Ísrael. Getty/Francesco Scaccianoce Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísraels, segir það misskilning margra að íslenska landsliðið sé á niðurleið. Það sé ekki rétt. Hann kveðst láta skoðanir Åge Hareide landsliðsþjálfara Íslands, varðandi stríðið á Gasa, sem vind um eyru þjóta. Hazan valdi fyrir helgi landsliðshóp sinn fyrir leikinn við Ísland næsta fimmtudag, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Búdapest vegna stríðsins á Gasa en gagnrýnt hefur verið að UEFA og FIFA skuli leyfa Ísrael að spila, á meðan á stríðinu stendur. Vísir spurði Hareide um hvernig honum þætti að mæta Ísrael, í viðtali í byrjun þessa mánaðar, og ummæli hans þar hafa farið afar illa í Ísraelsmenn miðað við þarlenda fréttamiðla og athugasemdir í kommentakerfum. Miðillinn útbreiddi Israel Hayom sagði í fyrirsögn að Hareide hefði tekið afstöðu með Palestínu. Hareide sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann vildi ekki taka neina afstöðu í stríðinu á Gasa, og að hans ósk væri að friður ríkti og að leikurinn gæti farið fram í Ísrael. Honum þætti staðan óþægileg, en að Ísland væri að fara að spila við fótboltamenn en ekki hermenn. „Hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði“ „Ég las og heyrði þetta. Ég hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði. Ég þarf ekki að sýna þessum fullyrðingum áhuga. Mér er sama,“ sagði Hazan þegar hann var spurður út í ummæli Hareide á blaðamannafundi, samkvæmt miðlinum Israel Hayom. Hazan var einnig spurður út í þá staðreynd að Ísland væri alls ekki sama lið og þegar það komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og inn á HM 2018. „Ísland er blekkjandi lið. Það er tilfinning margra að liðið sé á niðurleið en það er ekki satt. Þeir eru með leikmenn í sterkum deildum í Evrópu og þetta er mjög líkamlega sterkt lið,“ sagði Hazan. Markvörður Bayern datt út Ísraelska liðið kemur saman í Búdapest í dag, rétt eins og það íslenska. Ísraelar þurfa að spjara sig án Tottenham-mannsins Manor Solomon sem ekki náði að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn. Stærstu stjörnur þeirra eru Eran Zahavi, framerhji Maccabi Tel Aviv, og Oscar Gloukh, 19 ára sókndjarfur miðjumaður RB Salzburg. Zahafi hefur skorað 34 mörk í 73 landsleikjum og Gloukh hefur verið orðaður við ensk stórlið á borð við Manchester United, Arsenal og Liverpool. Ein breyting var gerð á liðinu í dag því markvörðurinn Daniel Peretz, sem er á mála hjá Bayern München, varð að draga sig úr hópnum og inn í hans stað kom Gad Amos. Aldrei stóð þó til að Peretz myndi byrja leikinn gegn Íslandi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30 Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01 Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30 Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Hazan valdi fyrir helgi landsliðshóp sinn fyrir leikinn við Ísland næsta fimmtudag, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Búdapest vegna stríðsins á Gasa en gagnrýnt hefur verið að UEFA og FIFA skuli leyfa Ísrael að spila, á meðan á stríðinu stendur. Vísir spurði Hareide um hvernig honum þætti að mæta Ísrael, í viðtali í byrjun þessa mánaðar, og ummæli hans þar hafa farið afar illa í Ísraelsmenn miðað við þarlenda fréttamiðla og athugasemdir í kommentakerfum. Miðillinn útbreiddi Israel Hayom sagði í fyrirsögn að Hareide hefði tekið afstöðu með Palestínu. Hareide sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann vildi ekki taka neina afstöðu í stríðinu á Gasa, og að hans ósk væri að friður ríkti og að leikurinn gæti farið fram í Ísrael. Honum þætti staðan óþægileg, en að Ísland væri að fara að spila við fótboltamenn en ekki hermenn. „Hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði“ „Ég las og heyrði þetta. Ég hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði. Ég þarf ekki að sýna þessum fullyrðingum áhuga. Mér er sama,“ sagði Hazan þegar hann var spurður út í ummæli Hareide á blaðamannafundi, samkvæmt miðlinum Israel Hayom. Hazan var einnig spurður út í þá staðreynd að Ísland væri alls ekki sama lið og þegar það komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og inn á HM 2018. „Ísland er blekkjandi lið. Það er tilfinning margra að liðið sé á niðurleið en það er ekki satt. Þeir eru með leikmenn í sterkum deildum í Evrópu og þetta er mjög líkamlega sterkt lið,“ sagði Hazan. Markvörður Bayern datt út Ísraelska liðið kemur saman í Búdapest í dag, rétt eins og það íslenska. Ísraelar þurfa að spjara sig án Tottenham-mannsins Manor Solomon sem ekki náði að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn. Stærstu stjörnur þeirra eru Eran Zahavi, framerhji Maccabi Tel Aviv, og Oscar Gloukh, 19 ára sókndjarfur miðjumaður RB Salzburg. Zahafi hefur skorað 34 mörk í 73 landsleikjum og Gloukh hefur verið orðaður við ensk stórlið á borð við Manchester United, Arsenal og Liverpool. Ein breyting var gerð á liðinu í dag því markvörðurinn Daniel Peretz, sem er á mála hjá Bayern München, varð að draga sig úr hópnum og inn í hans stað kom Gad Amos. Aldrei stóð þó til að Peretz myndi byrja leikinn gegn Íslandi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30 Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01 Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30 Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30
Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01
Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30
Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01