„Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2024 10:30 Hera Björk hefur fengið yfir sig mikla gagnrýni undanfarnar vikur. Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. Mikið hefur gengið á í lífi Heru eftir sigurinn í Söngvakeppninni og hún fengið að heyra það frá ósáttum svo ekki sé fastar af orði kveðið. Sindri Sindrason hitti Heru í Íslandi í gær og fékk að vita hvernig henni liði núna. „Það er svo mikill ótti og reiði í samfélaginu og maður finnur það alveg. Og núna er ég hann svolítið. Við þurfum alltaf að finna okkur einhverja leið fyrir útrás og þurfum að losa okkur við þennan ótta, ég kalla þetta ótta,“ segir Hera og heldur áfram. „Óttinn verður að reiði og ég hef verið að líkja þessu við Reykjanesið. Það verður að opnast sprunga svo þetta komi upp og þá er hægt að byrja tala saman. Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít og eru svolítið að reyna láta hann í hendurnar á mér. Ég, sem betur fer veit það af eigin reynslu, að minn skítur er minn skítur og þinn skítur er þinn skítur. Hann verður bara að fá að eiga heima þar sem hann á heima. En svo getum við talað um hann þegar við erum komin með hann upp á borð.“ Hún segist skilja vel þá Íslendinga sem hafi nú eignast kæra vini sem eru að koma úr skelfilegu ástandi, til að mynda á Gasasvæðinu, og vilji gera allt fyrir þetta fólk, og þeirra fólki sem er enn í Palestínu. „Ég skil þetta fólk hundrað prósent. En ég er að gera það sama, bara á minn hátt.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít Ísland í dag Eurovision Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Sjá meira
Mikið hefur gengið á í lífi Heru eftir sigurinn í Söngvakeppninni og hún fengið að heyra það frá ósáttum svo ekki sé fastar af orði kveðið. Sindri Sindrason hitti Heru í Íslandi í gær og fékk að vita hvernig henni liði núna. „Það er svo mikill ótti og reiði í samfélaginu og maður finnur það alveg. Og núna er ég hann svolítið. Við þurfum alltaf að finna okkur einhverja leið fyrir útrás og þurfum að losa okkur við þennan ótta, ég kalla þetta ótta,“ segir Hera og heldur áfram. „Óttinn verður að reiði og ég hef verið að líkja þessu við Reykjanesið. Það verður að opnast sprunga svo þetta komi upp og þá er hægt að byrja tala saman. Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít og eru svolítið að reyna láta hann í hendurnar á mér. Ég, sem betur fer veit það af eigin reynslu, að minn skítur er minn skítur og þinn skítur er þinn skítur. Hann verður bara að fá að eiga heima þar sem hann á heima. En svo getum við talað um hann þegar við erum komin með hann upp á borð.“ Hún segist skilja vel þá Íslendinga sem hafi nú eignast kæra vini sem eru að koma úr skelfilegu ástandi, til að mynda á Gasasvæðinu, og vilji gera allt fyrir þetta fólk, og þeirra fólki sem er enn í Palestínu. „Ég skil þetta fólk hundrað prósent. En ég er að gera það sama, bara á minn hátt.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít
Ísland í dag Eurovision Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Sjá meira