Veita aftur fé til UNRWA Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2024 14:53 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra mun ekki sitja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, mun sitja fundinn í hans stað. Vísir/Vilhelm Ísland mun greiða kjarnaframlag landsins til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fyrir 1. apríl. Það framlag samsvarar 110 milljónum króna á ári frá þessu ári til og með ársins 2028. Þá hefur Ísland veitt „veruleg viðbótarframlög“ vegna átaka á Gasaströndinni sem farið hafa til Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans og Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ísland hætti stuðningi við UNRWA fyrr á þessu ári eftir að yfirvöld í Ísrael bendluðu starfsmenn stofnunarinnar við árásirnar í Ísrael þann 7. október. Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hafi ákveðið að hefja greiðslur aftur. Það sé í kjölfar viðræðna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna vegna ásakana Ísraela. Ísland hefur meðal annars lagt áherslu á að ásakanirnar verði rannsakaðar ítarlega og umbætur verði gerðar á grundvelli þeirrar vinnu. Þar að auki hefur áhersla verið lögð á að hlutleysi stofnunarinnar og gagnsæi um fjárreiður hennar verði tryggt til framtíðar. Önnur ríki eins og Danmörk, Svíþjóð og Kanada, auk Evrópusambandsins hafa einnig byrjað aftur að veita UNRWA fé. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Íslendingar funda með UNRWA Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. 11. mars 2024 15:28 Svíar og Kanadamenn hefja greiðslur á ný Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023. 9. mars 2024 15:25 „Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). 1. mars 2024 19:30 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þá hefur Ísland veitt „veruleg viðbótarframlög“ vegna átaka á Gasaströndinni sem farið hafa til Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans og Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ísland hætti stuðningi við UNRWA fyrr á þessu ári eftir að yfirvöld í Ísrael bendluðu starfsmenn stofnunarinnar við árásirnar í Ísrael þann 7. október. Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hafi ákveðið að hefja greiðslur aftur. Það sé í kjölfar viðræðna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna vegna ásakana Ísraela. Ísland hefur meðal annars lagt áherslu á að ásakanirnar verði rannsakaðar ítarlega og umbætur verði gerðar á grundvelli þeirrar vinnu. Þar að auki hefur áhersla verið lögð á að hlutleysi stofnunarinnar og gagnsæi um fjárreiður hennar verði tryggt til framtíðar. Önnur ríki eins og Danmörk, Svíþjóð og Kanada, auk Evrópusambandsins hafa einnig byrjað aftur að veita UNRWA fé.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Íslendingar funda með UNRWA Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. 11. mars 2024 15:28 Svíar og Kanadamenn hefja greiðslur á ný Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023. 9. mars 2024 15:25 „Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). 1. mars 2024 19:30 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Íslendingar funda með UNRWA Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. 11. mars 2024 15:28
Svíar og Kanadamenn hefja greiðslur á ný Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023. 9. mars 2024 15:25
„Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). 1. mars 2024 19:30
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40