Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:31 Sir Alex Ferguson tengist Frankfurt á marga vegu. @eintracht_eng Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira