Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:31 Sir Alex Ferguson tengist Frankfurt á marga vegu. @eintracht_eng Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira