Sjúkdómsmynd vanfjármögnunar Andri Már Tómasson og Gréta Dögg Þórisdóttir skrifa 20. mars 2024 07:30 Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun