Af hverju ekki ketó? Dögg Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2024 10:01 Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað. Hvaðan kemur ketó mataræðið? Mataræðið var sett fram sem meðferð fyrir sykursýki og flogaveiki árið 1921 af Dr. Wilder. Það reyndist vel og var lengi nýtt sem úrræði. Seinna með tilkomu flogaveikislyfja þótti mataræðið ekki jafn nauðsynlegt. Það fór svo aftur að vekja athygli árið 1994 sem hluti af meðferð við flogaveiki 2 ára sonar kvikmyndagerðamanns í Bandaríkjunum. Ketó byggir á mikilli fituneyslu eða um 60-70% af heildarinntöku, prótein neysla ætti að vera 15-30% en kolvetnaneysla á ekki að fara umfram 50 g. Til að setja í samhengi þá samsvarar einn banani og ein brauðsneið um 40 g kolvetna. Langtíma lausnir krefjast langtíma inngrips Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar á ketó eru ekki líklegri til að haldast á mataræðinu en á öðrum mataræðum eða kúrum. Mataræðið krefst gríðarlegra breytinga á venjum og einstaklingar þurfa að fylgjast mjög náið með kolvetnainntöku sinni. Þetta getur orsakað hræðslu í garð kolvetna, ýtt undir áráttukennda hegðun og óheilbrigt samband við mat. Mataræðinu geta svo fylgt aukaverkanir, eins og hægðatregða og/eða niðurgangur, vöðvakrampar, hausverkur, vítamínskortur, andremma og auknar líkur á nýrnasteinum. Þetta getur allt haft fráhrindandi áhrif og ýtt enn frekar undir að einstaklingur nái ekki að viðhalda mataræðinu til lengri tíma. Samkvæmt rannsóknum er strangt mataræði með sérstaka áherslu á þyngdartap án annarra inngripa eru ekki líkleg til að viðhaldast til lengri tíma. Ef borin eru saman tvennslags mataræði, annarsvegar kolvetnaríkt mataræði og hinsvegar ketó mataræði, má sjá að þyngdartap beggja hópa er sambærilegt eftir 12 mánuði. Þyngdartap á ketó getur reynst hraðara fyrst um sinn sem má áætla að sé vegna vökvataps. Á meðan einstaklingur er á ketó virðist vera lítil aukning á hormóninu ghrelin, oft kallað hungurhormónið. En eins og áður var komið inná er líklegt að einstaklingur haldist ekki til lengdar á ketó mataræðinu. Þegar hefðbundin neysla á mat hefst aftur, eykst ghrelin myndun og einstaklingur finnur þá fyrir meiri svengd en áður. Því er hætta á að neysla verði umfram þörf og löngunin verði þá frekar í næringarsnauðari orkugjafar og einstaklingur þyngist aftur. Slík þyngdaraukning getur leitt til þess að einstaklingur sæki aftur í öfgakennt mataræði með tilheyrandi skammtíma þyngdartapi og ferlið endurtekur sig, svokallað „yo-yo dieting“. Þannig mynstur getur ýtt undir tap á vöðvamassa og aukinni líkamsfitu, auk þess að ýta undir líkur á hjarta- og æðasjúkdóma. Er þyngdartap það sama og bætt heilsa? Með mikilli fituneyslu sem fylgir mataræðinu getur einnig fylgt hækkun á kólesteróli og þá einna helst LDL kólesteról, stundum talað um sem slæma kólesterólið. Lifrin framleiðir kólesteról sem fituefni í blóði. Kólesteról er nauðsynlegt í líkamanum en of mikið af LDL kólesteróli getur orsakað stíflun á slagæðum og leitt til blóðtappa sem getur valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Trefjaneysla getur lækkað kólesteról. Almennar ráðleggingar á trefjum eru 25-35 g, sem er nær ógerlegt á ketó. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágóða trefjaneyslu, eins og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum, auk þess að hafa áhrif á þyngdarstjórn, heilbrigðari þarmastarfsemi og hægðir og styðja við örveruflóruna. Einnig er hætta á skorti á vítamínum og steinefnum sem eru að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkornum og eru líkamanum nauðsynleg. Þó hægt sé að bæta þann skort með fæðubótarefnum er æskilegra að reyna að fá næringarefnin úr fæðunni. Mataræðið krefst nær algjörar útilokunnar á ákveðinni fæðu en sé markmiðið bætt heilsa þykir líklegra til árangurs að leggja áherslu á hvað megi bæta við mataræðið frekar en útilokun. Ketó mataræðið er í einhverjum tilfellum notað í meðferðum við sjúkdómum samhliða lyfjagjöf. En næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en þeirra sem eru heilbrigðir. Þá er meðferðin unnin með næringarfræðingi svo hægt sé að setja saman mataræði sem virkar best með tilliti til sjúkdóms og næringarþarfa sjúklings. Holdarfar og líkamsþyngd hefur of oft verið mælikvarði á heilbrigði í gegnum tíðina. En raunin er að minnkandi kílóafjöldi er ekki endilega merki um bætta heilsu þó svo að jákvæðar breytingar á fæðuvali og venjum geti vissulega haft í för með sér breytingu á líkamsþyngd. Það sem meira máli skiptir er með bættu fæðuvali og venjum fylgir oftar en ekki meiri orka, betri líðan og aukin einbeiting. Auk heilbrigðari þarmaflóru og öflugara ónæmiskerfi, lækkar LDL kólesteról og dregur úr lífstílstengdum sjúkdómum. Missum ekki sjónar á markmiðinu með því að einblína aðeins á kílóatöluna. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað. Hvaðan kemur ketó mataræðið? Mataræðið var sett fram sem meðferð fyrir sykursýki og flogaveiki árið 1921 af Dr. Wilder. Það reyndist vel og var lengi nýtt sem úrræði. Seinna með tilkomu flogaveikislyfja þótti mataræðið ekki jafn nauðsynlegt. Það fór svo aftur að vekja athygli árið 1994 sem hluti af meðferð við flogaveiki 2 ára sonar kvikmyndagerðamanns í Bandaríkjunum. Ketó byggir á mikilli fituneyslu eða um 60-70% af heildarinntöku, prótein neysla ætti að vera 15-30% en kolvetnaneysla á ekki að fara umfram 50 g. Til að setja í samhengi þá samsvarar einn banani og ein brauðsneið um 40 g kolvetna. Langtíma lausnir krefjast langtíma inngrips Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar á ketó eru ekki líklegri til að haldast á mataræðinu en á öðrum mataræðum eða kúrum. Mataræðið krefst gríðarlegra breytinga á venjum og einstaklingar þurfa að fylgjast mjög náið með kolvetnainntöku sinni. Þetta getur orsakað hræðslu í garð kolvetna, ýtt undir áráttukennda hegðun og óheilbrigt samband við mat. Mataræðinu geta svo fylgt aukaverkanir, eins og hægðatregða og/eða niðurgangur, vöðvakrampar, hausverkur, vítamínskortur, andremma og auknar líkur á nýrnasteinum. Þetta getur allt haft fráhrindandi áhrif og ýtt enn frekar undir að einstaklingur nái ekki að viðhalda mataræðinu til lengri tíma. Samkvæmt rannsóknum er strangt mataræði með sérstaka áherslu á þyngdartap án annarra inngripa eru ekki líkleg til að viðhaldast til lengri tíma. Ef borin eru saman tvennslags mataræði, annarsvegar kolvetnaríkt mataræði og hinsvegar ketó mataræði, má sjá að þyngdartap beggja hópa er sambærilegt eftir 12 mánuði. Þyngdartap á ketó getur reynst hraðara fyrst um sinn sem má áætla að sé vegna vökvataps. Á meðan einstaklingur er á ketó virðist vera lítil aukning á hormóninu ghrelin, oft kallað hungurhormónið. En eins og áður var komið inná er líklegt að einstaklingur haldist ekki til lengdar á ketó mataræðinu. Þegar hefðbundin neysla á mat hefst aftur, eykst ghrelin myndun og einstaklingur finnur þá fyrir meiri svengd en áður. Því er hætta á að neysla verði umfram þörf og löngunin verði þá frekar í næringarsnauðari orkugjafar og einstaklingur þyngist aftur. Slík þyngdaraukning getur leitt til þess að einstaklingur sæki aftur í öfgakennt mataræði með tilheyrandi skammtíma þyngdartapi og ferlið endurtekur sig, svokallað „yo-yo dieting“. Þannig mynstur getur ýtt undir tap á vöðvamassa og aukinni líkamsfitu, auk þess að ýta undir líkur á hjarta- og æðasjúkdóma. Er þyngdartap það sama og bætt heilsa? Með mikilli fituneyslu sem fylgir mataræðinu getur einnig fylgt hækkun á kólesteróli og þá einna helst LDL kólesteról, stundum talað um sem slæma kólesterólið. Lifrin framleiðir kólesteról sem fituefni í blóði. Kólesteról er nauðsynlegt í líkamanum en of mikið af LDL kólesteróli getur orsakað stíflun á slagæðum og leitt til blóðtappa sem getur valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Trefjaneysla getur lækkað kólesteról. Almennar ráðleggingar á trefjum eru 25-35 g, sem er nær ógerlegt á ketó. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágóða trefjaneyslu, eins og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum, auk þess að hafa áhrif á þyngdarstjórn, heilbrigðari þarmastarfsemi og hægðir og styðja við örveruflóruna. Einnig er hætta á skorti á vítamínum og steinefnum sem eru að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkornum og eru líkamanum nauðsynleg. Þó hægt sé að bæta þann skort með fæðubótarefnum er æskilegra að reyna að fá næringarefnin úr fæðunni. Mataræðið krefst nær algjörar útilokunnar á ákveðinni fæðu en sé markmiðið bætt heilsa þykir líklegra til árangurs að leggja áherslu á hvað megi bæta við mataræðið frekar en útilokun. Ketó mataræðið er í einhverjum tilfellum notað í meðferðum við sjúkdómum samhliða lyfjagjöf. En næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en þeirra sem eru heilbrigðir. Þá er meðferðin unnin með næringarfræðingi svo hægt sé að setja saman mataræði sem virkar best með tilliti til sjúkdóms og næringarþarfa sjúklings. Holdarfar og líkamsþyngd hefur of oft verið mælikvarði á heilbrigði í gegnum tíðina. En raunin er að minnkandi kílóafjöldi er ekki endilega merki um bætta heilsu þó svo að jákvæðar breytingar á fæðuvali og venjum geti vissulega haft í för með sér breytingu á líkamsþyngd. Það sem meira máli skiptir er með bættu fæðuvali og venjum fylgir oftar en ekki meiri orka, betri líðan og aukin einbeiting. Auk heilbrigðari þarmaflóru og öflugara ónæmiskerfi, lækkar LDL kólesteról og dregur úr lífstílstengdum sjúkdómum. Missum ekki sjónar á markmiðinu með því að einblína aðeins á kílóatöluna. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar