Ísraelar segja Ísland vera að drukkna í krísu Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 10:09 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands og Guðlaugur Victor Pálsson, fallast í faðma eftir leik gegn Portúgal á síðast ári Vísir/ Hulda Margrét Á ísraelska vefmiðlinum One má finna ítarlegan greinarstúf sem ber nafnið Ísland í sídýpkandi krísu. Þar eru málavendingar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. „Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira