Ísraelar segja Ísland vera að drukkna í krísu Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 10:09 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands og Guðlaugur Victor Pálsson, fallast í faðma eftir leik gegn Portúgal á síðast ári Vísir/ Hulda Margrét Á ísraelska vefmiðlinum One má finna ítarlegan greinarstúf sem ber nafnið Ísland í sídýpkandi krísu. Þar eru málavendingar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. „Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
„Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti