Hareide fann enga pressu frá KSÍ: „Stúlkan var í fullum rétti“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 12:37 Spjótin hafa staðið á Åge Hareide vegna ummæla tengdum máli Alberts Guðmundssonar og ummæla um stöðuna á Gasa-svæðinu. vísir/Hulda Margrét Norðmaðurinn Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að senda út yfirlýsingu í gær til að skýra mál sitt vegna ummæla í tengslum við kæru gegn Alberti Guðmundssyni. „Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31
Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46